Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 137
136
vel er einmitt að greina hjónabandið sem stofnun útfrá samfélagslegum
venslum persóna, hátterni þeirra og sálarlífi.
Þannig er óhætt að segja að lífsmynstur og umhverfi Kaldan-
fjölskyldunnar beri öll merki velmegunar hinnar nýju borgarastéttar.
Fjölskyldan er raf- og símavædd, hefur yfir einkabifreið að ráða og býr
við efnahagslegt öryggi. Persónur hennar skreppa í bíltúra um Reykjavík
og ráðgera utanlandsferðir. Þegar borgarskarkalinn verður fjölskyldunni
ofviða er afdrep að finna í veiðiskálanum. Áþekkur skilningur á einkarým-
inu og fyrr var nefndur er jafnframt dreginn fram með ýmsum hætti. Er þar
fyrst til að taka útvarpið en Loftur Kaldan slekkur á því með grettu í upp-
hafi leiks eftir að hafa hlustað í stundarkorn á heimsfréttir sem samanstanda
af válegum tíðindum, oft mjög sérkennilegum. Ljóst er að fjölskylduföð-
urnum finnst umheimurinn vera að troða sér þangað sem hann á ekkert
erindi, inn í hans einkarými. Gæu er jafn umhugað um friðhelgi heimilis-
ins eins og sést í eftirfarandi orðaskiptum við öldu: „okkar heimili, það
er kastali, sem við pabbi þinn höfum bygt fyrir þig.“88 Það er forvitnilegt
að vísað skuli til miðaldabyggingar til að lýsa borgarlífi nútímans.89 Annars
vegar er heimilið sett fram sem virki utanum einkalífið, en það skírskotar
fram til þeirrar merkingar sem Habermas ljær því, og hins vegar er gefið í
skyn að hegðunarreglur og gildismat borgarastéttarinnar séu nauðsynlegir
virkisveggir sem verndi hugveruna fyrir einhverju ógnandi utanaðkomandi
afli. Sannleikurinn sem afhjúpast undir lokin er að aflið ógnvænlega kemur
ekki að utan heldur býr innra með manninum.
Þegar Alda þiggur boð Dags um bíltúr í fyrsta þætti er Gæa hneyksluð
og reynir að koma í veg fyrir að dóttirin fari út með nær ókunnugum karl-
manni. Ekki bætir úr skák að ökutúrinn rekst á við boðaða heimsókn Más,
unnusta öldu. Að mati Gæu stefnir Alda traustu sambandi í hættu með
daðri en alvarlegast er þó að hún virðist ekki bera skynbragð á óskrifaðar
en bindandi reglur samfélagsins, siðvenjurnar sem ætlast er til að konur
lúti. Í tilraun til að útskýra fyrir dóttur sinni hversu varasamt fjöllyndi sé
notar Gæa sjálfa sig sem dæmi um hina siðprúðu fyrirmyndarkonu en í
orðum hennar felst fyrirboði um „brotið“ sem hún mun fremja síðar í
leiknum: „Hvar hefurðu lært svona háttalag? Hvenær hefurðu vitað mig
renna augum til annars manns en hans pabba þíns eitt andartak? ég kalla
88 Halldór Laxness, Straumrof, bls. 21.
89 Hér er jafnframt rétt að hafa í huga hinn borgaralega enska málsmátt „An Engl-
ishman’s home is his castle“ en þar skírskotað til þess að heimilið sé afdrep karl-
mannsins, hans einkarými.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon