Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 138
137
guð til vitnis um það að ég mundi telja mig fullkomlega glataða manneskju
á þeirri stund, sem ég yrði snortinn af nokkrum öðrum manni, að honum
lifandi – og látnum.“90 Þótt það sem Gæa segist alls ekki vilja sé einmitt
það sem hún þráir þýðir það ekki að hún slái slöku við þegar kemur að því
að leggja dóttur sinni lífsreglurnar: „Það getur eingin kona orðið farsæl,
nema hún leggi alt líf sitt á spil með honum, sem guð hefur útvalið henni
að lífsförunaut. Því það er guð, Alda mín, sem lætur gott fólk mætast í ást-
inni. Þeir sem hlaupa eftir skyndikendum augnabliksins, það eru alt sjúkar
hamíngjusnauðar manneskjur“.91
Lífshamingjan er skilgreind af Gæu sem traust hjónaband þar sem
makavalið er ennfremur lagt í hendurnar á æðri máttarvöldum, guði, sem
er samnefnari fyrir forsjálni þess sem veit að farsæld kvenna veltur á því
hversu fimlega og auðmjúklega þær gera gildisviðmið samfélagsins að
sínum. Í ljósi síðari atburða er það kaldhæðnislegt en líka harmrænt að
Gæa er reiðubúin að sjúkdómsvæða kynhvöt kvenna. Tilraun hennar til
að útskýra lífið og tilveruna fyrir dóttur sinni er vitnisburður um hvernig
hún er sjálf mótuð af hugmyndafræði og reglum feðraveldisins – eins og
þeim var miðlað í gegnum læknisfræðilega orðræðu á borð við þá sem gaf
að líta í skrifum Krafft-Ebing, svo dæmi sé nefnt, en fjölskyldan var vit-
anlega mikilvægasta valdatækið – kerfi sem umbreytir Gæu í verkfæri til að
endurframleiða í dóttur sinni sömu gildi og hegðunarmynstur og mótuðu
hana og stýra henni. Að sú „vinna“ hafi borið árangur þrátt fyrir áhyggj-
ur móðurinnar, sést til að mynda á því að Alda geldur varhug við því að
Dagur Vestan sé fráskilinn, slíkt gera aðeins „vondir menn“ segir hún við
verkfræðinginn, sem og því að hjónaband er eina markmiðið sem virðist
koma til greina fyrir öldu að hennar eigin mati.92
Í byrjun er Gæa prýðilegur málsvari fyrir þekkingarfræðina og sam-
félagslegu stýritækin sem skilgreindu kynverund, eðli og sjálfsmynd kon-
unnar útfrá fjölskyldugildum borgarastéttarinnar.93 Gjarnan er rætt um
90 Sama rit, bls. 21.
91 Sama rit, bls. 22.
92 Sama rit, bls. 17.
93 Afar forvitnilegt er að skoða leikhúsdóm Halldórs Laxness um Fröken Júlíu tveimur
árum fyrr. Þar gefur að líta allmikla bjartsýni frá hendi höfundar hvað kynfrelsi
kvenna varðar en einnig má greina í ákveðinni byrjunarmynd margar lykilhug-
myndir Straumrofs og hvernig þar er fjallað um konuna sem kynveru í nútímanum:
„Frá borgaralegu sjónarmiði mátti það (söguefnið) ekki flokkast nema meðal ákveð-
inna fyrirbæra hnignunar, úrkynjunar og spillingar, — sem sagt fullkomið undan-
tekningarfyrirbæri, án félagslegrar þýðingar og jafnvel án almenns sálfræðilegs
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS