Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 141
140
Ísland fór vitanlega ekki varhluta af þessum breytingum. Erla Hulda
Halldórsdóttir hefur rakið hvernig „nútímakonan“ tekur smám saman að
gera vart við sig í íslensku menningar- og þjóðlífi og gegndu þar tækninýj-
ungar á borð við saumavélar og tilkoma kvennaskólanna mikilvægu hlut-
verki.99 Í grein sem nefnist „Tíðarandinn og búningur kvenna“ og birt-
ist í Lesbók Morgunblaðsins 1925 fer greinarhöfundur mikinn í lýsingum
á útlitsbreytingum kvenna, ekki síst „drengjakollinum“ og nýrri tísku í
klæðnaði sem sýnir allt „bert og nakið“ og var því ótvíræður vitnisburður
um „fjöllyndi“ ungra stúlkna.100 Í ljósi þessarar „óreglu“ í hegðun kvenna
spyr greinarhöfundur blátt áfram: „Eru konur að ganga af göflunum?“101
Óhætt er að lesa greinina í samhengi við aðra grein sem birtist nokkru
fyrr á sama vettvangi, „Drengjakollurinn og íslenska konan“ eftir Halldór
Laxness. Þar dregur Halldór upp mynd af konu sem „tilheyrir“ nútíman-
um og gengur í karlmannastörf og hefur áhuga á stjórnmálum og menn-
ingu. Hún reykir, klippir sig stutt og nennir ekki gamaldags látalátum í
samskiptum við hitt kynið.102 Að umtalsverðu leyti snýst grein Halldórs
um sýnileika nútímakonunnar, hún spásserar, starfar og skemmtir sér í
borgarumhverfinu við hlið karlmannsins og er því áberandi, hún krefst
athygli í stað þess að draga sig í hlé.103
andi rektor Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, Lawrence Summers, gaf í skyn að
konur væru að upplagi verr fallnar til vísindaiðkunar en karlar, einkum stærðfræði
og verkfræði. Um Summers, sjá Michael Dobbs, „Harvard Chief's Comments on
Women Assailed“, The Washington Post, 19. janúar 2005, bls. A02.
99 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur, bls. 266–271.
100 nafnlaust, „Tíðarandinn og búningur kvenna“, Lesbók Morgunblaðsins, 25. október
1925, bls. 5–6, hér bls. 5.
101 Sama rit, bls. 5.
102 Rétt er að minnast á að umtalsverð orðræðuhefð var þegar fyrir hendi á norður-
löndunum um valdamisvægi nútímalegra hjónabanda og kynjamisrétti almennt.
Georg Brandes var þar mikilvægur og sú gagnrýna umræða um félagsleg málefni
sem honum var einmitt svo hjartfólgin. Tímabilið sem hér um ræðir er oft álitið
hefjast um 1870 eða með „Det Moderne Gennembrud“ eða „rofi nútímans“. Þá
voru kvenleikskáld eins og Anne Charlotte Leffler mikilvægar raddir en í röð verka
á borð við Sanna Kvinnor (Sannar konur, 1883) á ofanverðri nítjándu öld tók hún
eldfim kynferðismálefni til umfjöllunar og setti kynhegðun kvenna í forgrunn. Það
væri án efa fróðlegt að lesa Straumrof í samhengi við þessa menningar- og umræðu-
hefð en til þess gefst ekki ráðrúm í þessari grein.
103 Halldór Laxness, „Drengjakollurinn og íslenska konan“, Morgunblaðið, 9. ágúst 1925,
bls. 5. Aukinn sýnileiki kvenna í nútímaborgarumhverfi á ofanverðri nítjándu öld
og öndverðri þeirri tuttugustu tengist nýfengnum „hreyfanleika“ þeirra og því nýja
neyslusamfélagi sem var að rísa. Sjá Liz Connor, The Spectacular Modern Woman.
Feminine Visibility in the 1920s, Bloomington: Indiana University Press, 2004.
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon