Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 142
141
Stutt hár ungra kvenna varð táknmynd fyrir margflókið mengi hugar-
farslegra og samfélagslegra breytinga. Um hártísku var mikið skrifað og
leiðandi menntamenn tóku þátt í umræðunni. Guðmundur Kamban dró
upp mynd af „Reykjavíkurstúlkunni“ í samnefndri grein. Þar lýsir hann
reynsluheimi ungra kvenna í Reykjavík og ver um leið hina útivinnandi
nútímakonu fyrir gagnrýni. Hann nefnir að örar breytingar nútímans
hafi krafist þess að „Reykjavíkurstúlkan“ tæki eins konar tilvistarlegt
„stökk“ inn í gjörbreytta veröld, og sjálf væri hún óþekkjanleg í kjölfar-
ið.104 Breytingin væri þó gæfuspor, henni fylgdi aukin víðsýni og sjálfstæði.
Áratug síðar lýsti Karl Strand „Reykjavíkurstúlkunni“ í grein í Vikunni
sem lífsglaðri stúlku, „ögrandi í augnaráði“ og með frjálslyndar skoðanir
á tilhugalífi og ástum.105 Það voru vitanlega ekki aðeins karlar sem tóku
upp málstað kvenfrelsis á þessum árum og á meðal brautryðjenda höfðu
verið konur eins og Bríet Bjarnhéðinsdóttir og má raunar segja að Bríet
hafi riðið á vaðið hvað umfjöllun um „Reykjavíkurstúlkuna“ varðar í grein
sem birtist í Fjallkonunni 1885. Þar beinir hún sjónum að „einhleypu kon-
unni“ sem ekki er sköpuð „til að vera einungis […] skrautgrip[ur] inni
í húsi, sem enga ákvörðun hefir og ekkert gagn getur gjört“.106 Þegar
Laxness og Kamban senda frá sér greinar sínar á þriðja áratugnum var því
umræðuhefð fyrir hendi, líkt og tímaritið 19. júní er dæmi um, en frá því
á ofanverðum öðrum áratug aldarinnar hafði það markað sér stöðu sem
mikilvægt málgagn kvenfrelsisbaráttunnar.107
Halldór Laxness stefndi ofangreindri nútímakonu gegn hefðbundn-
ari birtingarmynd konunnar þar sem hin „móðurlega köllun“ og „hjóna-
104 Guðmundur Kamban, „Reykjavíkurstúlkan“, Eimreiðin 3/1929, bls. 215–232, hér
bls. 217.
105 Karl Strand, „Reykjavíkurstúlkan 1939“, Vikan, 2. febrúar 1939, bls. 5 og 21, hér
bls. 5.
106 Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“, Fjallkonan,
22. júní 1885, bls. 44–47, hér bls. 44–45.
107 19. júní kom út 1917–1929 á vegum Ingu Láru Lárusdóttur en hún var kennslukona
og bæjarfulltrúi í Reykjavík. Sjá Herdís Helgadóttir, Úr fjötrum. Íslenskar konur og
erlendur her, Reykjavík: Mál og menning, 2001, bls. 31. Andstaðan við þessi viðhorf
var þó víðtæk og margir vildu meina að það væru ekki framfarir sem nútíminn fæli
í skauti sér heldur menningarhrun, flot hefði komist á gildi og samfélagsgerðina
og verðmæti aldanna væri í þann mund að glatast — og jafnréttishugmyndum
nútímans væri þar ekki síst um að kenna. Sjá Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni
Íslendingur — þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930, Reykjavík: Háskóla-
útgáfan, 2004, bls. 121–143.
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS