Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 143
142
bandið“ voru í fyrirrúmi og heimilið hinn eiginlegi verustaður.108 Hann
heldur því fram að á hinu borgaralega heimili sé eiginkonan „húsgagn
húsgagnanna“ og vísar þar í senn til stöðu konunnar sem skrautmunar og
þess að hún tilheyrir eiginmanninum líkt og vindlaskápurinn, bókasafnið
og borðstofuborðið.109 Það sem Halldóri er ekki síst uppsigað við er að
menningin skilar konunni inn á heimili síns ektamanns menntasnauðri
(nema á afar þröngu sviði) og fjárhagslega ósjálfbjarga, án þeirra lagalegu
og borgaralegu réttinda sem karlmenn nutu; hún er þannig undirseld eig-
inmanni sínum um velferð barna sinna og eigin hagsmuni.
Kvenmyndirnar tvær sem Laxness dregur upp í ritgerðinni um drengja-
kollinn – virðulegu frúna og nútímalegu konuna – má túlka sem tákn-
myndir fyrir ofangreinda togstreitu innan kapítalískrar samfélagsform-
gerðar. Fyrrnefnda kvenímyndin er mótuð af siðferðilegum gildum sem
flest eiga sér langa sögu þótt iðnvætt borgarsamfélag hafi hnikað þeim
til. Hin endurspeglar róttækni kapítalismans, konur voru vannýtt auðlind
þannig að vísindalegri „þekkingu“ jafnt sem trúarlegum kennisetningum
sem takmörkuðu „aðgengi“ að auðlindinni var rutt til hliðar. Í Straumrofi
mætti ætla að svipuðum andstæðum væri stillt upp með Gæu og öldu.
Gæa gagnrýnir frjálslyndi dóttur sinnar og mærir hefðbundið hlutverk
konunnar. Alda er hins vegar heimavön í nútímanum; fær sér í glas og
er áhugasöm um afþreyingarkosti nútímamenningar. Hún hlustar ekki á
móður sína þegar hún reynir að banna henni að umgangast Dag og raunar
er fyrsta „stefnumót“ þeirra einkar áhugavert. Eins og minnst var á bauð
Dagur öldu í bíltúr og Alda skilur orðin sem boð um að „prófa“ bifreið-
ina, að vera ökumaður en ekki farþegi. Alda hleypur upp í herbergi til að
ná í hanska, hugsanlega til að halda um stýrið, og þannig er snúið upp á
hefðbundna birtingarmynd konunnar. Alda er hvorki óvirkt né valdalaust
viðfang (farþegi) í tæki sem nátengt er karlmennskuímyndum og kynlífi;
hún telur sig vera við stjórnvölinn og hafa frelsi til að ferðast um bæj-
arlandslagið eftir eigin höfði. Það er hins vegar vert að hafa í huga að þótt
Alda taki sér bílstjórahlutverkið þá er hún ekki bifreiðareigandi; Dagur
og Loftur eru það hins vegar, það eru karlar sem ráða ferðinni þrátt fyrir
allt.110
108 Halldór Laxness, „Drengjakollurinn og íslenska konan“, bls. 5.
109 Sama rit, bls. 5.
110 Herdís Helgadóttir lýsir sögulegum kringumstæðum tímabilsins sem hér um ræðir
með athyglisverðum hætti: „[Konur] voru ekki með í ráðum þegar teknar voru
stóru ákvarðanirnar í samfélaginu. Var það að mestu hlutskipti þeirra allar götur
BJöRn ÞóR vilHJálmSSon