Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 144
143
Fram að dvölinni í Bandaríkjunum 1927–1929 gerir Halldór ráð fyrir
því að til að frelsa samfélagið úr hefðarfjötrum sé nauðsynlegt að brjótast
undan stöðnun bændasamfélagsins og innleiða gildiskerfi sem knúðu hag-
vöxt kapítalískra samfélaga; iðnvæðingu, þéttbýli, auðsöfnun, verkaskipt-
ingu, samkeppni og neyslumenningu.111 Þegar komið er fram á fjórða
áratuginn á Halldór ekki aðeins erfitt með að samþykkja forsendur sem
þessar, forsendur sem voru í sjálfu sér aldrei færðar í orð en höfðu marg-
vísleg áhrif á viðhorf hans til nútímavæðingar, heldur hefur hann snúist
gegn þeim að mestu leyti. Þegar að stöðu konunnar í nútímanum kemur
kann hins vegar að vera erfitt að líta framhjá ofangreindum atriðum, og
þá sérstaklega því hvernig rökvæðingarferli á sviði efnahagsformgerðar
samfélagsins virtist liggja nútímakvenfrelsisbaráttu til grundvallar. Í þeirri
mynd af borgaralegri fjölskyldu og efnahagslegri velmegun sem birtist í
Straumrofi felst glíma við eftirfarandi þversögn: Hvernig má það vera að
efnahagslegt skipulag sem hneppir alþýðuna í ánauð stéttaskiptingar og
launavinnu sé einnig aflvaki félagslegs réttlætis?112 Leikritið bendir á að
um ósamrýmanlega hluti sé að ræða, að þessi samþætting „hagsmuna“
kvenna og efnahagslegrar rökvísi eigi sér ekki stað í reynd. Textinn leitast
ennfremur við að afhjúpa pótemkíntjöldin sem viðhalda þeirri hugmynd að
kapítalisminn sé vilhallur kvenfrelsisbaráttunni. Þetta gerir Halldór með
því að venda kvæði sínu í kross í þriðja þætti en þar breytir leikritið um tón
og frásagnaraðferð. Straumrof titilsins sker ekki aðeins á tengsl veiðiskál-
ans við umheiminn heldur einnig tengsl textans við þann rólyndis lega
fram á síðustu áratugi. Konur voru valdalitlar og rödd þeirra heyrðist ekki. Líf og
kjör kvenna voru í stuttu máli í allt öðrum og þrengri farvegi en karlmanna, og
fátækt þeirra og þrældómur oft yfirgengileg. Þær voru Íslands fátæklingar. Karl-
menn deildu og drottnuðu einir í því fátæka og staðnaða samfélagi sem hér var
fyrir hersetu [...] þeir höfðu öll félagsleg, efnahagsleg og stjórnmálaleg völd í sínum
höndum, þeir settu lög og reglugerðir í sínum anda“. Úr fjötrum, bls. 39.
111 Sjá Magnús S. Magnússon, „Efnahagsþróun á Íslandi 1880–1990“, Íslensk þjóð-
félagsþróun 1880–1990: ritgerðir, ritstj. Guðmundur Hálfdanarson og Svanur Krist-
jánsson, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands, 1993, bls. 130–178.
112 Rétt er að taka fram að hér er um allmikla einföldun að ræða sem ætlað er að benda
á að rökvísi kapítalismans braut ákveðna þætti kvennakúgunar alda og árþúsunda á
bak aftur. Á hinn bóginn eru konur og börn enn helstu láglaunamenn kapítalismans
og gjarna réttindasnauð. Almannatryggingakerfi er komið á fót svo vinnuaflið hjari
gegnum þrældóminn; konurnar fara út á vinnumarkaðinn þegar „hann“ þarfnast
þess (ekki þær), eins og í síðari heimsstyrjöldinni. Um er að ræða gríðarlega flókið
samhengi og kerfi og ekki er leitast við að sýna fram á virkni þeirra með endanleg-
um hætti heldur einungis benda á afmarkaðan þátt.
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS