Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 146
145
með pálmann í höndunum. Svo er þó ekki. Við Weber blasir nútími sem
ekki er lengur birtingarmynd framfaraandans eða viðfang sköpunarkrafta
mannsins. Þess í stað greinir hann samfélagsformgerð þar sem einstakling-
urinn er orðinn viðfang nútímalegs samfélagskerfis sem fer með hann eins
og agnarsmátt og ómerkilegt tannhjól í ógnarstórri vél sem er svo flókin
að ómögulegt er að skilja umfang hennar, virkni eða endanlegan tilgang –
og er því í senn alltumlykjandi, stýrandi og frelsisskerðandi. Þetta kerfi er
það sem Weber líkir við „járnbúr“.115
Í þeirri sögulegu framvindu sem Weber glímir við er sérstök áhersla
lögð á það hvernig kapítalisminn umbreytist í hið mikla afl sem vísað er
til hér að framan þegar hann rennur saman við tæknimenningu og vís-
indahyggju síðustu tveggja alda. Í krafti tækni og vélvæðingar, rökvæðing-
ar og hinnar vísindalegu aðferðar er áðurnefnt kerfi „fullkomnað“ og lýsir
Weber því sem svo að það „stýri lífi sérhvers manns sem inn í það fæðist
með ómótstæðilegu valdi [og] hugsanlega verði það þannig þar til síð-
asta kolatonninu hafi verið brennt“.116 Þannig markar Weber líka endalok
hugmynda upplýsingarinnar um sjálfstæði hugverunnar með því að binda
hana á klafa kerfishagsmuna frá fyrstu stund til hinnar síðustu.
Að nútíminn sé eins konar prísund þar sem rimlarnir eru ósýnileg-
ir kallast á við samfélagsmynd Straumrofs. Ákveðinn „framtíðarleiki“ (e.
futurity) einkennir heimsmynd verksins. Það er sem nútímavæðingarferl-
in sem Halldór barðist fyrir á þriðja áratugnum séu orðin að veruleika.
Víðvarpið er vanabundinn hluti af hversdagslegum veruleika, sveitirnar
eru raflýstar, samgönguleysið sem var Halldóri mikill þyrnir í augum hefur
umbreyst í vegakerfi svo fullkomið að jafnvel veiðiskáli skartar heimreið,
konur víla ekki fyrir sér að rúnta um bæinn og geta verið úti næturlangt
án þess að allt fari á annan endann. Þrátt fyrir þetta birtir Straumrof ekki
mynd af þeim frjálsa borgaralega heimi sem hugsjónir upplýsingarinnar og
nútímavæðingar Halldórs á þriðja áratugnum boðuðu. Tæknilegur hreyf-
anleiki nútímans, ökutæki og ferðalög, svo dæmi séu nefnd, endurspeglast
ekki í félagslegum veruleika kynjanna, þar ríkir kyrrstaða. Það er einmitt
„kynjuð“ vídd frásagnarinnar sem afhjúpar að loforð nútímavæðingarinnar
og kapítalismans eru innantóm.
ríkjandi hugarfar sem mótaðist af trúarlegum siðferðisviðmiðum sem gerði þá
móttækilega fyrir hagfræðilegri „framúrstefnu“ kapítalismans.
115 Max Weber, The Protestant Ethic and the Spirit of Capitalism, þýð. Talcott Parsons,
London og new York: Routledge, 1992, bls. 180.
116 Sama rit, bls. 180.
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS