Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 152
151
nú er hins vegar útlit fyrir að samband þeirra sé farið út um þúfur sam-
hliða því sem Gæa gerir sér grein fyrir því að vegferðin sem bíður öldu
(hjónaband, barneignir, hið borgaralega heimili) er fjarri því að vera trygg-
ing fyrir hamingjusömu lífi og grundvallast á gildum sem eru blekking og
„lygavefur“. Freud benti á að andspænis óleysanlegum samfélagslegum
þversögnum kynni sú stund að renna upp að dauðinn fengi ásýnd lausnara.
Í næturlöngum „legofsa“ sagði Gæa skilið við þrúgandi tilvistarumhverfi
sitt án þess þó að gera sér grein fyrir því að valdaformgerðum samfélags-
ins væri ekki hnekkt svo auðveldlega. Við henni blasir aðeins glötun. En
í stað þess að ráða sér bana beinist örþrifaráð Gæu með táknrænum hætti
að arftaka hennar í endurframleiðslu járnbúrsins og lokaverknaðinn má
þannig greina sem táknræna birtingarmynd hinna endanlegu heimsslita.
Ú T D R Á T T U R
Legofsi og hjónabandsmas:
Vergirni, móðursýki og nútími í Straumrofi Halldórs Laxness
Lítt hefur verið fjallað um leikrit Halldórs Laxness í fræðilegri umræðu. En jafnvel í
því ljósi verður fyrsta leikverk Halldórs, Straumrof, sem frumsýnt var 1934 af Leik-
félagi Reykjavíkur, að teljast hornreka. Um verkið ríkir nær algjör þögn og það hefur
aðeins verið sett upp tvisvar, og þá með fjörutíu ára millibili. Einhver kynni jafnvel
að ætla að túlka mætti þögnina um Straumrof og fjarveru þess frá leiksviðinu sem
nærgætni við Halldór og „veikburða“ leikrit hans. Þó bar svo við að þegar Leikfélag
Reykjavíkur setti verkið á svið 1977 lýsti gagnrýnandi Tímans leikverkinu sem „stór-
kostlegu“ og sagði jafnframt að hér væri líklega á ferðinni „bezta leikrit sem Halldór
Laxness hefur ritað um ævina.“ Gagnrýnandi Morgunblaðsins kallaði Straumrof hið
„gleymda leikrit“ Halldórs og taldi það jafnframt „heilsteyptasta leikrit“ skáldsins.“
Ef hugað er að viðtökunum 1934 kemur jafnframt í ljós að lognmollan sem ríkt
hefur um verkið er ekki í neinu samræmi við viðtökusögu þess. Óhætt er að segja
að önnur eins hneykslunarhella hafi vart verið á borð borin fyrir reykvíska leikhúsá-
hugamenn, enda var verkið bannað börnum. Greinin gaumgæfir orðspor leikritsins
í menningarlegu samhengi með sérstakri áherslu á viðtökurnar 1934 og bent er á
að það hafi öðru fremur verið opinská umfjöllun verksins um kynverund kvenna,
kynjapólitík og kynferðislegan unað sem „stuðaði“ leikhúsgesti og gagnrýnendur.
orðræðan sem einkenndi viðtökurnar mótaðist af tilraun til að sjúkdómsvæða kyn-
hvöt aðalpersónunnar, Gæu Kaldan, en henni var lýst sem „sjúklega vergjarnri“
og „móðursjúkri“, svo dæmi séu nefnd, og greinin setur þessa umræðu í samhengi
siðferðislegra, læknisfræðilegra og heimspekilegra vangaveltna karlkyns spekinga í
LEGoFSI oG HJÓnABAnDSMAS