Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 154
153
Höskuldur Þráinsson
Málvernd, máltaka, máleyra –
og PISA-könnunin
1. Inngangur
Við Íslendingar hælum okkur oft af því að við getum tiltölulega vandræða-
laust lesið það sem var skrifað hér á landi á fyrri öldum, jafnvel við upphaf
ritaldar á Íslandi fyrir 900 árum eða svo.1 Í þessu efni berum við okkur þá
saman við nágrannaþjóðirnar, t.d. aðra norðurlandabúa eða Englendinga,
og þykir samanburðurinn hagstæður. Við viljum gjarna hafa þetta svona
áfram og höfum jafnvel sett það á stefnuskrá okkar, þ.e. gert það að hluta
af íslenskri málstefnu að stuðla að því að varðveita þetta samhengi í mál-
sögunni, eins og við köllum það. Þá segjum við eitthvað á þá leið að málið
megi ekki breytast of hratt eða á of róttækan hátt. Þá muni samhengið
rofna. Þetta geti t.d. gerst ef of miklar breytingar verði á beygingakerf-
inu eða setningagerðinni.2 Í þessu sambandi er oft talað um málvernd og
nauðsyn þess að „vernda beygingakerfið“ til dæmis eða sporna gegn nýj-
ungum í setningagerð. Þetta andóf fer víða fram, m.a. í íslenskukennslu í
grunnskólum og framhaldsskólum, málfarsþáttum í fjölmiðlum og í hand-
bókum af ýmsu tagi.
Í þessari grein verður því haldið fram að þær aðferðir sem oft eru not-
aðar til þess að ná því markmiði sem nú var lýst séu yfirleitt gagnslitlar og
geti jafnvel verið skaðlegar. Ástæðan er sú að þær taka ekki nægilegt tillit
til þess hvernig við tileinkum okkur móðurmálið og hvers eðlis málkunn-
áttan er. Til að rökstyðja þetta verður byrjað á því að rifja upp í örstuttu
máli nokkur grundvallaratriði um máltöku, þ.e. það hvernig börn tileinka
1 Þessi grein hefur notið góðs af athugasemdum tveggja ritrýna og ritstjóra. Bestu
þakkir fyrir þær.
2 Indriði Gíslason, Baldur Jónsson, Guðmundur B. Kristinsson og Höskuldur Þrá-
insson, Mál og samfélag, Reykjavík: Iðunn, 1988; Ari Páll Kristinsson, Handbók um
málfar í talmiðlum, Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands, 1998.
Ritið 2/2014, bls. 153–182