Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 157
156
ég á ekki von á að foreldrar eða kennarar kannist við að hafa kennt börn-
um þessi atriði eða þessar reglur. Þau uppgötva þær bara í málinu og til-
einka sér þær.
En ef máltakan felst að verulegu leyti í því að börn tileinki sér „reglur“ í
þeim skilningi sem hér er átt við, er þá tryggt að öll börn tileinki sér sömu
reglur? nei, það er reyndar ekki tryggt, enda eru oft uppi ýmiss konar til-
brigði í máli. nokkur slík verða rifjuð upp í næsta kafla.
3.Tilbrigði
Þeir sem hafa fylgst með börnum á máltökuskeiði kannast væntanlega við
að þau eru oft að „prófa sig áfram“ með þær reglur sem þau eru að búa
sér til á grundvelli þess sem þau heyra í kringum sig. Þá verða þeim oft
á mistök sem þau leiðrétta svo sjálf síðar þegar þau átta sig á því að regla
þeirra passar ekki við „málgögnin“ í umhverfinu. Á þessu tilraunaskeiði
setja þau kannski algengustu þátíðarendinguna -(a)ði á sagnir þar sem hún
á ekki við og segja t.d. hlaupaði í stað hljóp, leysaði í stað leysti. Eins kemur
fyrir að þau reyna að alhæfa tiltekna fleirtöluendingu nafnorða, setja t.d.
hina algengu fleirtöluendingu -ar á fleiri orð en viðeigandi er.10 En stund-
um „leiðréttist“ þetta ekki af sjálfu sér og þá koma fram tilbrigði í málinu.
nokkur dæmi eru sýnd í (5):11
10 Indriði, Sigurður og Benedikt, Framburður og myndun fleirtölu...; Ásta, Beygingakerfi
nafnorða.
11 Það er hægt að finna ýmis tilbrigði í beygingum með því að skoða Beygingar-
HöSkulduR ÞRáinSSon
(2) a. Mamma les núna. (sögnin í öðru sæti, frumlagið fyrst)
b. núna les mamma. (sögnin í öðru sæti, atviksorð fyrst)
c. Les mamma núna? (sögnin í fyrsta sæti í beinni spurningu)
(3) a. Ég kann/syng þessi lög. (frumlag í nefnifalli eins og algengast er)
b. Mér leiðast/líka þessi lög. (frumlag í þágufalli í tilteknum hóp sagna)
(4) a. Kennarinn skammaði Ólaf. (germynd)
b. Ólafur var skammaður. (þolmynd samsvarandi (4a), frumlag í nf.)
c. Kennarinn kenndi Ólafi. (germynd)
d. Ólafi var kennt. (þolmynd samsvarandi (4c), frumlag í þgf.)