Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 158
157
(5) a. hrekkja (nh.) – hrekkti/hrekkjaði (þt.) – hrekkt/hrekkjað (lh.þt.)
hafa (nh.) – hef/hefi (1.p.et.nt.) – hefur/hefir (2./3.p.et.nt.)
b. síld (et.) – síldir/síldar (ft.); refur (et.) – refir/refar (ft.)
Tilbrigði í íslenskum framburði eru þó væntanlega mun betur þekkt
en tilbrigði í beygingum, einkum þau atriði sem venjulega eru talin mis-
munandi eftir landshlutum. Þannig hafa sumir raddað /l,m,n/ í orðum eins
og úlpa, gult, stúlka, svampur, fantur en aðrir (og mun fleiri) hafa /l,m,n/
órödduð í öllum þessum orðum. Síðan er líka til í dæminu að menn hafi
/l/ óraddað á undan /t/ (t.d. í orðum eins og gult) en raddað á undan /p,k/
(sbr. úlpa, stúlka) en hafi /m,n/ aftur á móti alltaf rödduð í því samhengi
sem hér er á dagskrá. Þessum tilbrigðum má lýsa með því að segja að þeir
sem tala íslensku hafi tileinkað sér mismunandi víðtækar „afröddunarregl-
ur“.12 Það er a.m.k. ljóst að börn læra þessi atriði ekki orð fyrir orð heldur
í einhvers konar regluformi því þau bera fram öll ný orð sem þau læra í
samræmi við þær reglur sem þau hafa tileinkað sér.
Tilbrigði koma líka fram í ýmsum atriðum sem varða setningafræði eða
setningagerð. Útbreiðsla margra þeirra hefur nýlega verið rannsökuð, en
hún var yfirleitt ekki vel þekkt áður.13 Þó kannast sjálfsagt ýmsir við það
að tilteknar sagnir stýri þolfalli í máli sumra en þágufalli eða jafnvel eign-
arfalli í máli annarra, enda er þessa stundum getið í handbókum. Þetta á
m.a. við um eftirtaldar sagnir:
(6) þora e-ð/e-u/e-s rústa e-ð/e-u
Fyrri tilbrigðin má finna í sumum handbókum og orðabókum,14 þau síðari
ef til vill ekki af því að þar virðist vera um nýjung að ræða. ég finn þess
lýsingu íslensks nútímamáls sem Kristín Bjarnadóttir hjá orðfræðisviði Stofnunar
Árna Magnússonar (áður orðabók Háskólans) hefur haft veg og vanda af (slóðin
er http://bin.arnastofnun.is/). Sama má segja um Íslenska orðabók, 5. útg., ritstj.
Mörður Árnason, Reykjavík: Forlagið, 2002.
12 Höskuldur Þráinsson, „Sonorant Devoicing at Lake Mývatn: A Change in Pro-
gress“, The Nordic Languages and Modern Linguistics 4, ritstj. Even Hovdhaugen,
osló: Universitetsforlaget, 1980, bls. 355–364.
13 Yfirlit yfir hana má sjá í bókinni Tilbrigði í íslenskri setningagerð II. Helstu niðurstöður
– Tölfræðilegt yfirlit, ritstj. Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar
Freyr Sigurðsson, Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands, 2014.
14 Reyndar er áreiðanlega sjaldgæft að nota þora með eignarfalli; Íslensk orðabók nefnir
það ekki og þegar þetta er skrifað finnur leitarvélin Google aðeins tvö dæmi um
orðasambandið þora þess ekki á netinu og leit á Tímarit.is skilar engu málnotk-
unardæmi um þetta.
MÁLVERnD, MÁLTAKA, MÁLEYRA – oG PISA-KönnUnIn