Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 160
159
4.2 Líkleg áhrif leiðréttinga á einstökum atriðum
En ef börn læra málið með þessum hætti, hvaða áhrif hefur það þá að reyna
að leiðrétta einstakt atriði sem er í raun réttri hluti af reglubundinni mál-
kunnáttu? ég vil leyfa mér að halda því fram að hér séu tveir möguleikar
líklegastir:
(7) a. Leiðrétting á stöku atriði sem styðst við reglu í máli þess sem í hlut
á mun ekki hafa nein áhrif.
b. Leiðrétting á stöku atriði sem styðst við reglu í máli þess sem í hlut
á getur gert hann óöruggan, valdið því að hann hættir að treysta
málkennd sinni og jafnvel eyðilagt regluna í máli hans og þannig í
raun valdið málspjöllum.
nú býst ég við að einhverjum þyki ég taka mikið upp í mig hér svo ég skal
færa rök fyrir máli mínu.
4.3 Leiðréttingar sem hafa lítil eða engin áhrif
Vorið 2012 var haldið námskeið við Háskóla Íslands sem hét „Eru málvill-
ur rétt mál?“ Í þessu námskeiði skoðuðu nemendur hvaða atriði það væru
sem menn hefðu helst gert athugasemdir við og reynt að leiðrétta eða lag-
færa í málfarspistlum eða öðrum athugasemdum í prentmiðlum. Einn lið-
urinn í þessu var sá að leita í textasafninu Tímarit.is hvaða atriði það væru
sem menn hefðu valið heitið málvilla. Í öðru verkefni áttu nemendur að
skoða hvers konar fyrirbæri það væru sem menn hefðu valið heiti eins og
orðskrípi, ambaga, mállýti, bögumæli, málleysa eða beygingarvilla. Þetta varð
nokkuð fróðlegur listi sem var ræddur aftur og fram og reynt að flokka á
ýmsan hátt. Undir lok námskeiðsins fengu nemendur síðan það verkefni að
skoða hvort einhver þeirra atriða sem menn hefðu fundið að í blöðum og
tímaritum snemma á síðustu öld virtust hafa liðið undir lok, horfið úr mál-
inu eða hörfað umtalsvert þegar leið á öldina eða í upphafi þessarar. Þar er
skemmst frá að segja að yfirleitt var ekki hægt að finna nein dæmi um
slíkan árangur. Helsta undantekningin frá því er sú að einstök orð sem
fundið hafði verið að snemma á síðustu öld, oft vegna þess að grunur lék
lýsing íslensks nútímamáls nefni hana ekki og ekki heldur Íslensk orðabók. „Ja, það
er nú ekkert að marka netið,“ segir þá kannski einhver. En þetta er þó alls ekki ný
þátíðarmynd eins og sjá má ef flett er upp í þeirri orðabók sem venjulega er kennd
við Richard Cleasby og Guðbrand Vigfússon, An Icelandic-English Dictionary based
on the MS. collections of Richard Cleasby, enlarged and completed by Gudbrand
Vigfusson. oxford: Clarendon Press, 1874. [oft endurprentuð síðan.]
MÁLVERnD, MÁLTAKA, MÁLEYRA – oG PISA-KönnUnIn