Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 161
160
á að þau væru komin úr dönsku, virðast nú horfin úr daglegu tali. Í aðal-
atriðum virtust menn sem sé vera að hjakka ár eftir ár og áratug eftir áratug
í sömu atriðunum í þessum málfarsathugasemdum, m.a. í þágufallssýkinni
alræmdu. Það bendir til þess að árangurinn hafi ekki orðið mjög mikill. ég
held því fram að ástæðan sé sú að í mjög mörgum tilvikum sé verið að gera
athugasemdir við einstök atriði sem í raun eru hluti af stærri heild, hluti
af reglu sem málnotendur hafa tileinkað sér (með réttu eða röngu) og er
hluti af málkunnáttu þeirra (sbr. (7a)). Þess vegna verður árangurinn svona
takmarkaður. ég skal skýra þetta nánar með dæmi.
Eitt af því sem við skoðuðum í áðurnefndu námskeiði um málvillur var
fyrsta dæmið um orðið þágufallssýki í safninu Tímarit.is. Það kemur fyrir
í stuttum pistli eftir dr. Helga Pjeturss sem hann birti í Vísi 7. mars 1929.
Pistillinn nefnist „Málsýking“ og er á þessa leið, örlítið styttur (leturbreyt-
ingar eru mínar og fáeinar prentvillur hafa verið leiðréttar):
Hvergi hefi eg séð minst á ískyggilega málspillingu, sem er þó orðin
svo mögnuð að hún gerir vart við sig hjá vel ritfærum mönnum.
Málspillingu þessa mætti kalla þágufallssýki (dativitis), því að hún
lýsir sér þannig, að menn nota mjög þágufall orða þar sem á að vera
þolfall. Þannig skrifa nú orðið flestir: „að bola einhverjum burt“, þó
að hið rétta sé: „að bola einhvern burt“ [...] Málsýkingu þessa þyrfti
að rannsaka og íslenskukennararnir í barnaskólunum ættu að geta
átt góðan þátt í að útrýma henni.
Hér vekur tvennt athygli. Í fyrsta lagi er Helgi hér að tala um þágufall á
andlagi en ekki frumlagi þegar hann stingur upp á orðinu þágufallssýki,
en á síðari árum hefur heitið yfirleitt eingöngu verið notað um þágufall á
frumlagi eins og rætt verður nánar hér á eftir. Í öðru lagi er Helgi hér að
gera athugasemdir við notkun þágufalls á andlagi með sögninni bola burt
og segir að þolfall sé hið rétta. ég minnist þess þó ekki að hafa heyrt notað
þolfall með þessari sögn, það gerðu nemendurnir í áðurnefndu námskeiði
ekki heldur og Íslensk orðabók gefur þágufall sem fyrsta kost. Það bendir til
þess að hér hafi orðið breyting. Líklegasta ástæðan er sú að málnotendur
hafi fellt andlagsfallið með sögninni bola burt undir býsna almenna reglu
sem virðist gilda um þágufallsandlög í nútímamáli. Hana hefur Jóhannes
Gísli Jónsson orðað svo:17
17 Jóhannes Gísli Jónsson, „Merkingarhlutverk, rökliðir og fallmörkun“, Setningar
..., ritstj. og aðalhöfundur Höskuldur Þráinsson, bls. 350–409, hér bls. 384. Sjá
HöSkulduR ÞRáinSSon