Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 163
162
Þótt frumlög gegni oft því merkingarhlutverki að vera gerendur fer því
fjarri að svo sé alltaf. Það er t.d. ljóst að í (10) er það aðeins frumlagið í
fyrsta dæminu sem er gerandi (sjá sama rit bls. 321):
(10) a. Haraldur borðaði fiskinn.
b. Steinninn valt niður brekkuna.
c. Stúlkan fann mikið til.
d. Sjórinn tekur við skólpinu.
e. Eiríkur fékk verðlaunin.
Þótt flest frumlög í íslensku séu í nefnifalli taka þó allmargar sagnir með sér
frumlag í aukafalli. Slík frumlög eru þá gjarna nefnd aukafallsfrumlög.20
Eitt sérkenni aukafallsfrumlaga er að þau eru aldrei gerendur. Hins vegar
gegna þau mjög oft merkingarhlutverki sem hefur verið skilgreint svo:
(11) a. Reynandi (e. experiencer) er sá sem verður fyrir einhverri reynslu,
finnur eitthvað eða skynjar. Skynjandi (e. perceiver) er skylt hug-
tak en þá stundum bundið við raunverulega skynjun.21
b. Skynjandi (e. experiencer, perceiver) er sá sem skynjar and-
legt eða líkamlegt ástand eða breytingu en hefur ekki stjórn
á því. Skynfærin „sjón, heyrn, ilman, smekkur og tilfinning“
koma því oft við sögu hér. Skynjandi er því alltaf lifandi vera.22
Um tengsl merkingarhlutverksins skynjandi/reynandi við aukafallsfrum-
lög segir Jóhannes Gísli m.a. svo:
Aukafallsagnir, þ.e. sagnir sem taka með sér frumlag í aukafalli, tákna
oft tilfinningar, líkamlega líðan, skynjun eða hugsun. Aukafallsfrumlag
er því oft skynjandi eða reynandi [...] Þar að auki eru ýmsar sagnir með
þágufallsfrumlagi sem tákna atburði sem eru ekki fyllilega á valdi frum-
lagsins þótt það sé lifandi vera. Eðlilegast virðist að greina slíkt frumlag
einnig sem reynanda [...]23
20 orðið frumlagsígildi hefur líka verið notað um þessa setningarliði, t.d. hjá Höskuldi
Þráinssyni, Íslensk setningafræði, 7. útgáfa, Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla
Íslands, 2009. Eins og rakið er í þeirri bók og mjög víða annars staðar í nýlegum rit-
um um íslenska setningafræði hafa þessir setningarliðir öll einkenni nefnifallsfrum-
laga önnur en þau að standa í nefnifalli og stýra samræmi á sögn í persónuhætti.
21 Höskuldur Þráinsson, Setningar, bls. 321.
22 Jóhannes Gísli Jónsson, „Merkingarhlutverk“, bls. 375.
23 Sama rit, bls. 381.
HöSkulduR ÞRáinSSon