Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 164
163
Til að sýna þágufallsfrumlög í þessu merkingarhlutverki má taka eftirfar-
andi dæmi (sbr. m.a. tilvitnuð rit Höskuldar og Jóhannesar Gísla):
(12) a. Mér býður við setningafræði.
b. Henni sárnaði þetta.
c. Honum leiðist.
d. Henni líkar vel í Kaupmannahöfn.
e. Mér líður ekki vel.
f. Þorvaldi finnst að þetta geti gengið.
g. Honum misheyrðist.
h. Stúlkunni er kalt.
i. Ráðherrunum lenti saman.
j. Hannesi gekk vel á mótinu.
k. Okkur miðar ágætlega.
l. Mér hættir til að vera langorður.
Þetta ætti að nægja til að sýna að allmargar sagnir skyldrar merkingar taka
með sér þágufallsfrumlag. Það er þá eitt af því sem börn á máltökuskeiði
þurfa að tileinka sér.
nú er hins vegar hætt við að það blasi ekki við barni á máltökuskeiði
hvernig þessi flokkur sagna „skyldrar merkingar“ er afmarkaður. Þau gætu
t.d. átt það til að setja einhverjar sagnir undir þann hatt sem tilheyra ekki
þessum flokki í máli allra – eða taka a.m.k. ekki þágufallsfrumlag í máli
þeirra. Þá gætu þau sagt eitthvað þessu líkt:24
(13) a. Mér langar ekki í skólann í dag.
b. Mér vantar nýtt hjól.
c. Mér hlakkar til jólanna.
d. Mér kvíðir fyrir prófunum.
Hér er auðvitað hin alræmda þágufallssýki á ferð og hún er samkvæmt
þessu fólgin í „rangri alhæfingu“ á reglu:25 Þeir sem tala svona hafa (ómeð-
24 ég hef þágufallsfrumlagið hér alls staðar viljandi í fyrstu persónu, m.a. af því að
Ásta Svavarsdóttir hefur sýnt fram á að fyrsta persóna er algengust með sögnum
af þessu tagi: „Þágufallshneigð í sjón og raun. niðurstöður spurningakannana í
samanburði við málnotkun“, Tilbrigði í íslenskri setningagerð I. Markmið, aðferðir
og efniviður, ritstj. Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr
Sigurðsson, Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands, 2013, bls. 83–110.
25 Sjá líka umræðu hjá Þórhalli Eyþórssyni, „Fall á fallanda fæti. Um breytingar á
frumlagsfalli í íslensku“, Íslenskt mál 22, 2000, bls. 185–204.
MÁLVERnD, MÁLTAKA, MÁLEYRA – oG PISA-KönnUnIn