Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 165
164
vitað) fellt sagnirnar langa, vanta, hlakka og kvíða í sama flokk og sagnirnar
í (12) hér á undan, þ.e. tiltekinn merkingarflokk sagna sem tekur með sér
frumlag í þágufalli sem gegnir merkingarhlutverki skynjanda/reyndanda,
enda eru merkingarlíkindin býsna mikil og merkingarhlutverk frumlag-
anna augljóslega það sama.
En ef þetta er rétt, hvaða áhrif er þá líklegt að það hafi að gera athuga-
semd við notkun þágufalls í einstökum dæmum á borð við þau sem eru
sýnd í (13)? Einn möguleikinn er sá að það hafi bara alls engin áhrif. Það
væri þá í samræmi við staðhæfinguna í (7a) og er líklega algengast. Hinn
möguleikinn er sá að þetta „geri illt verra“ og rugli það kerfi sem við-
komandi málnotendur hafa komið sér upp (sbr. (7b)). nánar tiltekið gætu
afleiðingarnar orðið eitthvað af þessu þrennu:
(14) a. Athugasemdaþolar geta, a.m.k. í sumum tilvikum, lært að sneiða
hjá þágufalli fyrstu persónu eintölu (þ.e. mér) með þessum sögn-
um, sérstaklega ef þeir vanda sig eða hugsa sig um, en þeir eru
vísir til að nota annars þágufallsfrumlög með þessum sögnum,
t.d. ef frumlagið er í þriðju persónu.
b. Athugasemdaþolar túlka aðfinnslurnar í samræmi við reglukerfi
sitt, þ.e. eitthvað á þessa leið til dæmis (ómeðvitað auðvitað):
Úr því að þágufall er rangt með hlakka hlýtur það líka að vera
rangt með einhverjum af þessum merkingarlega skyldu sögnum
sem ég hef til þessa notað það með (sbr. sagnirnar í (12)).
c. Athugasemdaþolar verða alveg ruglaðir í ríminu því það er búið
að „eyðileggja“ regluna sem þeir höfðu búið sér til. Þeir treysta
því ekki lengur á eigin máltilfinningu og „vita ekkert í sinn
haus“, ef svo má segja.
nú gæti einhver hugsað sem svo: „Ja, þetta eru náttúrulega bara getgát-
ur og engin ástæða til að halda að þetta geti gerst.“ Jú, það er ýmislegt sem
bendir einmitt til þess að þetta geti ekki bara gerst heldur gerist einmitt
iðulega. ég skal nú rekja dæmi um öll þau atriði sem eru talin í (14).
Í fyrsta lagi má nefna að í öllum þeim könnunum sem hafa verið gerðar
á útbreiðslu þágufallssýki (þágufallshneigðar) í íslensku kemur fram að
þátttakendur sætta sig frekar við þágufall þriðju persónu (henni, honum,
Þorvaldi ...) en fyrstu persónu eintölu (mér) með sögnum á borð við þær
HöSkulduR ÞRáinSSon