Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 166
165
sem taldar eru í (13).26 Það væri í samræmi við það sem segir í (14a), þótt
fleiri atriði kunni að hafa áhrif (sjá skrif Ástu og Irisar Eddu sem vísað er til
í undanfarandi neðanmálsgrein).
Annað dæmi svipaðs eðlis er það að ég hef oftar en einu sinni heyrt fólk
segja dæmi svipuð (15a) við formleg og hátíðleg tækifæri, fólk sem ég er
viss um að myndi aldrei segja (15b) við þess háttar aðstæður:
(15) a. Okkur samstarfsmönnum þínum langar til að færa þér þessa
gjöf í tilefni dagsins.
b. Mér langar til að færa þér þessa gjöf í tilefni dagsins.
Hér sést ekki hvort okkur er þolfall eða þágufall en samstarfsmönnum þínum
er greinilega þágufall. Það að nota ekki þágufall með langa er viðkomandi
þá ekki að öllu leyti eðlilegt, það er ekki hluti af máltilfinningu hans (eða
hennar) heldur eitthvað sem gæti verið tillært og þess vegna háð umhugs-
un og greiningu (sjá (14a)). Þess vegna getur brugðið til beggja vona með
það þótt viðkomandi hafi e.t.v. tamið sér að forðast það með fornafni fyrstu
persónu eintölu (sbr. (15b)).
Sem dæmi um afleiðingar af gerð (14b) langar mig að nefna eftirfar-
andi: Í kennslustund í Háskóla Íslands þar sem þágufallssýki (þágufalls-
hneigð) var til umræðu sagði einn nemandinn eitthvað á þessa leið:
(16) Já, ég veit að ég hætti oft til að vera þágufallssjúkur ...
Þarna var nemandinn sem sé búinn að átta sig á því að ýmsar sagnir úr
þeim merkingarflokki sem hann hafði „talið“ (ómeðvitað) að innihéldi
sagnir sem tækju þágufallsfrumlag í merkingarhlutverkinu skynjandi/reyn-
andi ættu ekki að taka það heldur nefnifallsfrumlag (sbr. ég hlakka til, ég
kvíði fyrir ...). Í því sambandi skiptir ekki máli hvort nemandanum varð
þetta fyrst ljóst í þessari tilteknu kennslustund (það er frekar ólíklegt að
hann hafi ekki heyrt einhverja umræðu um þetta áður). Aðalatriðið er að
þarna vildi hann vanda sig og alhæfði þá leiðréttinguna yfir á sögn sem í
raun réttri á heima í þágufallsfrumlagaflokknum (sbr. l-lið í dæmi (12)).
26 Ásta Svavarsdóttir, „Þágufallssýki“, Íslenskt mál 4, 1982, bls. 19-62; Ásta Svavars-
dóttir, „Þágufallshneigð“; Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson, „Breyt-
ingar á frumlagsfalli í íslensku“, Íslenskt mál 25, 2003, bls. 7–40; Iris Edda nowenstein
Mathey, Mig langar sjálfri til þess. Rannsókn á innri breytileika í fallmörkun frumlaga,
BA-ritgerð, Háskóla Íslands; Höskuldur Þráinsson, Þórhallur Eyþórsson, Ásta
Svavarsdóttir og Þórunn Blöndal, „Fallmörkun“, Tilbrigði í íslenskri setningagerð
II.
MÁLVERnD, MÁLTAKA, MÁLEYRA – oG PISA-KönnUnIn