Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 180
179
hjá sumum, þó að þeir gætu ef til vill skrifað skipulega um kunnugt
efni. Þeir reyna að spinna eitthvað upp úr galtómum kollinum til
þess að fylla forsvaranlegan blaðsíðufjölda. Slík stílagerð er þessum
nemendum því engin þjálfun í skipulegri framsetningu, af því að
þeir hafa ekkert fram að setja.
ég held að þetta sé rétt hjá Einari (þótt ég hefði kannski ekki orðað þetta
nákvæmlega svona). Svipaða skoðun má finna hjá Halldóri Halldórssyni
prófessor í grein tveim árum síðar, en hann segir m.a.:42
Í barnaskóla hafði ég afburðakennara ... [Hann lét] okkur oft gera
endursagnir. Það mun nú fremur fátíð aðferð, en ég hygg, að hún
hafi verið góð.
Enn má nefna að Baldur Ragnarsson (síðar námstjóri og menntaskóla-
kennari) fjallar um þjálfunargildi endursagna í grein frá 1966, en hefur
reyndar meiri trú á því að láta (stálpaða) nemendur umskrifa og einfalda
texta sem þeir hafa fyrir framan sig. Hann telur samt að „endursagnir með
gamla laginu [þ.e. endursagnir eftir upplestur kennara] eigi þó rétt á sér til
tilbreytingar, einkum í yngri bekkjum.“43
nú veit ég ekki til þess að gerðar hafi verið neinar vísindalegar rann-
sóknir á gildi endursagna sem ritþjálfunar.44 ég tel hins vegar nokkuð
augljóst að það hljóti að vera mikið. Þegar nemendur eru látnir endursegja
texta sem hefur verið lesinn fyrir þá hefur það eftirfarandi kosti meðal
annarra:
(31) a. nemendur fá þjálfun í því að hlusta á talað mál og ná aðal-
atriðunum. Það er mikilvægur hæfileiki, enda er „hlustun“ einn af
42 Halldór Halldórsson, „Stafsetning og stafsetningarkennsla“, Menntamál 32, 2,
1959, bls. 123–140 (hér bls. 139).
43 Baldur Ragnarsson, „Ritþjálfun í skólum. – II. Ritþjálfun í gagnfræðaskólum“,
Menntamál 39, 3, 1966, bls. 233–253 (hér bls. 241).
44 Hrafnhildur Ragnarsdóttir hefur gert merkilegar rannsóknir á því hvernig ritfærni
einstaklinga þróast í áranna rás (sjá t.d. greinina „Þróun textagerðar frá miðbernsku
til fullorðinsára – Lengd og tengingar setninga í frásögnum og álitsgerðum“, Upp-
eldi og menntun 16, 2, 2007, bls. 139–159, og greinina „Textagerð barna, unglinga
og fullorðinna – Samanburður á orðaforða í rit- og talmálstextum, frásögnum og
álitsgerðum“, Uppeldi og menntun 20, 1, 2011, bls. 75–98). ég veit þó ekki til þess
að hún hafi rannsakað hvernig ólíkar kennslu- eða þjálfunaraðferðir gætu haft áhrif
á þessa þróun.
MÁLVERnD, MÁLTAKA, MÁLEYRA – oG PISA-KönnUnIn