Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 182
181
þeim haft“. Í öðru lagi hafa þær sýnt að máltakan fer í aðalatriðum þannig fram að
börn tileinka sér almennar reglur sem þau byggja á því sem þau heyra í kringum sig.
Þetta geta verið reglur um framburð, beygingu eða setningagerð. Af þessu leiðir að
það er oft tilgangslítið og getur jafnvel verið skaðlegt að gera athugasemdir við ein-
stök atriði sem eru orðin hluti af þessu „reglukerfi“ málnotenda. Í sumum tilvikum
taka málnotendur ekkert mark á þessum athugasemdum af því að þær fara í bága við
þær almennu reglur sem þeir hafa tileinkað sér. Í öðrum tilvikum getur afleiðingin
orðið sú að athugasemdirnar eyðileggja það ómeðvitaða reglukerfi sem málnot-
endur hafa komið sér upp og verða til þess að þeir segja „tóma vitleysu“ eða verða
óöruggir með málnotkun sína og jafnvel haldnir málótta. Þessi skoðun er studd
ýmsum rökum og dæmum í greininni, en í lokin er lögð áhersla á mikilvægi þess að
efla máltilfinningu, eða „máleyra“, barna og unglinga í skólum. Því er haldið fram að
það verði ekki gert með athugasemdum við einstök atriði í málnotkun þeirra heldur
t.d. með því að láta nemendur hlusta á stuttar frásagnir á góðu máli (þjóðsögur,
gamansögur) og endursegja þær síðan skriflega eftir minni (skrifa endursagnir). Slík
þjálfun myndi m.a. draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem dvínandi lestur getur haft
á mál barna og unglinga, auka orðaforða, efla máltilfinningu, varðveita samhengið
í málinu, bæta lesskilning og þar með skila sér í betri árangri í PISA-könnuninni
margumræddu.
Lykilorð: málvernd, málkunnátta, máltaka, máleyra, brageyra, endursagnir, PISA-
könnunin
A B S T R A C T
Language Preservation, Acquisition, Linguistic Intuition –
and the PISA survey
It is a commonly held belief in Iceland that it is better that the language changes as
slowly as possible. That way Icelanders are more likely to continue to be able to read
texts that were written centuries ago. As a result, „language preservation“ has long
been an important goal in Icelandic schools. This paper argues, however, that the
language preservation methods typically used in schools and elsewhere are bound to
fail. The reason is that these methods do not take into account the established fact
that children acquire their native language largely without any direct instruction and
they mainly do so by figuring out by themselves the rules and regularities that hold
in their language, e.g. with respect to pronunciation, inflection, syntactic struct-
ure, etc. Attempts to correct individual reflexes of these rules are bound to simply
fail or even confuse the speakers and make them insecure about their language and
usage. Several arguments and examples are put forward in this paper to support
these claims. It is then pointed out that there is a much better way to strengthen
the linguistic intuition of children and adolescents in schools: The teacher reads a
MÁLVERnD, MÁLTAKA, MÁLEYRA – oG PISA-KönnUnIn