Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 186
185
Hernaðarhyggja, karl- og hervæðing
Hið félagslega skapaða kyngervi og líffræðilegt kyn hafa á öllum tímum
tengst hernaðarhyggju með margvíslegum hætti. Sérstaklega á þetta við
um karlkynið, enda eru karlmennskuhugmyndir og -ímyndir nátengdar
hernaðarhyggju.9 Sameiginlegir þættir þessara hugmyndakerfa eru meðal
annars áhersla á líkamlegt og andlegt atgervi, hreysti, færni, þolgæði og
hugrekki.10 Gegnum söguna hafa konur einnig verið tengdar her og her-
umhverfi á marga vegu og þannig átt sinn þátt í að skapa og viðhalda hern-
aðarhyggju.11 Karlmenn eru hins vegar í miklum meirihluta þeirra sem
starfa við heri. Hugmyndafræðin sem hernaður byggir á er í gagnvirku og
mótandi sambandi við karlmennskuhugmyndir á hverjum tíma í hverju
samfélagi.12 Jeff Hearn bendir á að tengslin þar á milli séu bæði margvísleg
og breytileg og því sé rétt að tala um „hernaðarlegar karlmennskuímynd-
ir“ í fleirtölu þar sem hér sé um að ræða fyrirbrigði sem eru skilgreind og
iðkuð á ólíkan hátt af mismunandi einstaklingum.13
Menn fæðast ekki sem hermenn heldur eru hermenn búnir til og mót-
aðir með þjálfun og ögun innan hernaðarlegra rýma.14 Þar eru hugmyndir
9 Frank J. Barrett, „The organizational construction of hegemonic masculinity: The
case of the US navy“, Gender, Work and Organization 3/1996, bls. 129–142; R. W.
Connell, „Masculinities, violence, and peacemaking“, Peace News júní–ágúst 2001;
Sandra Whitworth, Men, militarism & UN peacekeeping: A gendered analysis, Boulder:
Lynne Rienner Publishers; Paul Higate, ritstj., Military masculinities. Identity and
the state, London: Westport, 2003.
10 John MacInnes, „Capitalist development: Creator of masculinity and destroyer of
patriarchy?“, Men, masculinities and gender relations in development: Identifying the
gaps, setting the agenda, Seminar Series, 1998.
11 Jean B. Elshtain og Sheila Tobias, ritstj., Women, militarism and war: Essays in
history, politics, and social theory, Maryland: Rowman & Littlefield, 1990; Silja Bára
Ómarsdóttir, „Áhrif feminisma á utanríkisstefnu Íslands 1999–2009“, Stjórnmál og
stjórnsýsla 1/2010, bls. 75–94.
12 Frank J. Barrett, „The organizational construction of hegemonic masculinity“;
Connell, Masculinities, violence, and peacemaking; Stefan Dudink, Karen Hagemann
& John Tosh, ritstj., Masculinities in politics and war. Gendering modern history,
Manchester: Manchester University Press.
13 Jeff Hearn, „Foreword. on Men, Women, Militarism, and the Military“, Military
Masculinities. Identity and the State, ritstj. Paul Higate, London: Westport, 2003,
bls. xixvii.
14 Rachel Woodward, „From military geography to militarism’s geographies: Discipl-
inary engagements with the geographies of militarism and military activities“,
Progress in Human Geography 29/2005, bls. 718–740.
„HERnAðARLÚKK“