Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 187
186
sem byggja á ráðandi karlmennsku endurgerðar í þeim tilgangi að „gera
drengi að karlmönnum.“15 Í því felst meðal annars að afbyggja þarf borg-
aralega sjálfsmynd einstaklingsins, móta hann og aðlaga hinum hern-
aðarlega líkama, hópnum, og þannig verður til ný sjálfsmynd sem er ekki
aðeins mótuð af þeim reglum, siðum og viðmiðum sem gilda innan hersins
heldur ber einnig öll einkenni ríkjandi karlmennskuhugmynda.16
Sögulega og fræðilega séð hafa skilgreiningar á hernaðarhyggju þróast
frá því að vísa til ákveðinnar hugmyndafræði sem fól í sér að hernaðar-
legar stofnanir og stríðsaðgerðir voru álitnar grunnstoðir samfélagsins, til
þess að líta á hernaðarhyggju sem hugmyndafræðilegt ferli sem felur í sér
ákveðna afstöðu og viðhorf.17 Þeim mun meira sem fólk reiðir sig á slíka
hugmyndafræði, sem undirstöðu velferðar sinnar og líðanar, þeim mun
fastari verður hún í sessi og í mörgum tilvikum nær hún að verða sam-
félagslegt viðmið. Hér gegnir orðræða mikilvægu hlutverki því hún bæði
skapar og endurgerir viðföng sín. Michel Foucault benti á að í orðræðu
sameinist bæði vald og þekking og að hún sé í senn valdatæki og afsprengi
valds.18 orðræða á sér ætíð stoð í raunveruleikanum og því á fólk sem
félagslegir gerendur sinn þátt í að skapa hana og öfugt. Hún endurspegl-
ar ekki bara veruleikann, heldur á hún einnig sinn þátt í að skapa hann.
Hervæðingarferli felur meðal annars í sér að fólk lítur á stigveldi innan
samfélagsins sem sjálfsagt og lögmætt, það samþykkir skilyrðislausa hlýðni
við yfirvöld og beitingu valds. Hervæddur hugsunarháttur og atbeini leiðir
af sér að litið er á beitingu vopnavalds sem eðlileg og viðurkennd við-
brögð við ógn sem stafar af hugsanlegu vopnavaldi. Þannig verður beiting
15 Frank J. Barrett, „The organizational construction of hegemonic masculinity“, bls.
132. Karen o. Dunvin, „Military culture: Change and continuity“, Armed Forces
& Society 20/1994, bls. 531–547, hér bls. 132.
16 David Morgan, „Theatre of war: Combat, the military and masculinities“, Theoriz-
ing masculinities, ritstj. H. Broad og M. Kaufmann, London: Sage, 1994, bls.
165–182.
17 Anna Stavrianakis og Jan Selby, „Militarism and international relations in the
twenty-first century“, Militarism and international relations. Political economy, security,
theory, ritstj. Anna Stavrianakis og Jan Selby, new York: Routledge, 2013, bls.
3–19.
18 Michel Foucault, The archaeology of knowledge, Bristol: Routledge, 1969/1972, bls.
49; Michel Foucault, The history of sexuality, new York: Vintage Books, 1978, bls.
101.
HelgA BJöRnSdóttiR