Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 189
188
voru karlmennskuvædd.24 Í Bandaríkjunum hófst hervæðing karlmennsk-
unnar á síðari hluta átjándu aldar og byrjun þeirrar nítjándu þegar til varð
skipulögð hermennska og hugmyndir um hermanninn mótuðust.25 Hins
vegar hófst þetta ferli í Þýskalandi nokkuð fyrr, eða í byrjun átjándu aldar
þegar karlmennska borgarastéttarinnar varð í sívaxandi mæli fyrir áhrifum
frá hernaðarlegri karlmennsku.26 Þá átti nútíma ríkjamyndun einnig sinn
þátt í að tvinna þetta tvennt saman.
Skil borgaralegs og hernaðarlegs rýmis hafa ætíð verið ógreinileg og á
reiki og hafa orðið enn óljósari á síðari árum.27 Tengsl þessara rýma eru
pólitísk og margræð, sem skýrist meðal annars af mismunandi sögulegu
samhengi hugtaksins hernaðarhyggja og merkingu þess.28 Hernaðarlegt
rými er hlaðið merkingu og þar gilda ákveðnar hugmyndir, reglur og við-
mið sem eru líkt og fyrirsögn um atbeina og hegðun innan rýmisins.29
Stephen Graham bendir jafnframt á að rekja megi það sem hann kallar
„hervæðingu borga“ til nýlendutímans þegar eftirlitstækni nýlenduherr-
anna var flutt til baka til Evrópu, betrumbætt og notuð þar. Skipulagning
breiðstræta í vestrænum borgum, notkun og söfnun á fingraförum, sem og
eftirlitsfangelsi byggja á reynslu sem fékkst í nýlendunum.30 Foucault talar
um bjúgverpilsáhrif í þessu samhengi, sem felast í því að nýlenduveldin
yfirfærðu í raun stjórnarfarslega og tæknilega reynslu úr nýlendunum yfir
á sitt eigið heimarými og þegna og nýlenduvæddu þannig eigin þjóðir.31
24 John Tosh, „Hegemonic masculinity and the history of gender“, Masculinities in
politics and war: Gendering modern history, ritstj. Stefan Dudink, Karen Hagermann
og John Tosh, Manchester: Manchester University Press, 2004, bls. 41–61.
25 Joanne nagel, „Masculinity and nationalism: Gender and sexuality in the making
of nations“, Ethnic and Racial Studies 21/1998, bls. 242–69.
26 Ute Frevert, „Soldaten, Staatsbürger. Überlegungen zur historichen konstruktion
von männlichkeit“, Männergeschichte - Geschlechtergeschichte, ritstj. Thomas Kühne,
Frankfurt: Campus Verlag, 1996, bls. 69–88.
27 Robertson Allen, „Virtual soldiers, cognitive laborers“, Virtual war and magical
death. Technologies and imaginaries for terror and killing, ritstj. neill L. Whithead
og Sverker Finnström, Durham og London: Duke University Press, 2013, bls.
152–171.
28 Uri Ben-Eliezer „The making of Israeli militarism“, Bloomington: Indiana University
Press, 1998; Madelaine Adelman, „The military, militarism, and the militarization
of domestic violence“, Violence Against Women 9/2003, bls. 1118–1152.
29 Rachel Woodward, „‘It’s a man’s life!’ Soldiers, masculinity and the countryside“,
Gender, Place and Culture 5/1998, bls. 277–300.
30 Stephen Graham, Cities under siege.
31 Michel Foucault, The history of sexuality.
HelgA BJöRnSdóttiR