Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 191
190
ómönnuð, fjarstýrð loftför eða dróna, sem einkum hafa verið notuð í hern-
aðarlegum tilgangi til eftirlits og ekki síst árása, GPS staðsetningartækni,
eftirlitsmyndavélar í og við opinber svæði, byggingar og einkasvæði, int-
ernetið með öllum sínum möguleikum til eftirlits og upplýsingaöflunar,
farsíma og svo mætti lengi telja.36 öllum mega vera í fersku minni nýlegar
uppljóstranir Edwards J. Snowden fyrrum starfsmanns bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA um umfangsmiklar njósnir þjóðaröryggisstofnunar
Bandaríkjanna (nSA). Með hinu svokallað PRISM njósnaforriti hafði nSA
aðgang að netþjónum internetfyrirtækja á borð við Google, Facebook,
MySpace, Microsoft og Apple sem gerði stofnuninni kleift að njósna um
og fylgjast með borgurum og stofnunum víðsvegar um heiminn.37
orðræðan um árásir og hryðjuverk af hendi „hinna“ elur á og nærir
óttann sem veldur því að eftirlitstækni er viðurkennd sem nánast sjálfsagð-
ur hluti af daglegu lífi. Í þessu sambandi má benda á frétt sem birtist á ruv.
is þann 2. maí 2013 þar sem sagt var frá því að nýleg könnun new York
Times og CBS sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefði leitt í ljós að
um þrír fjórðu Bandaríkjamanna segðust vera sáttir við að fylgst væri með
þeim á opinberum stöðum í gegnum eftirlitsmyndavélar og að athafnir
þeirra væru teknar upp.38
Hugmyndin um þjóðaröryggi og að hið borgaralega rými sé tryggt
gegn óvininum hefur breyst í tímans rás eins og endurspeglast í örygg-
is- og varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna, sem er nú eins og Valur
Ingimundarson bendir á „aðeins bundið við ófriðartíma“.39 Vaxandi her-
væðing á alþjóðlega vísu felur hins vegar í sér að meiri áhersla er lögð á
þjóðaröryggið en að tryggja alþjóðaöryggi.40 Loftrýmisgæsla nATo við
Ísland og nýleg skýrsla nefndar um tillögur um mótun íslenskrar þjóð-
aröryggisstefnu eru ágæt staðbundin, íslensk dæmi.41 Í þessum tillögum er
36 Sama heimild.
37 Glenn Greenwold, „Boundless Informant: the nSA's secret tool to track global sur-
veillance data“, The Guardian 8. júlí 2013: http://www.guardian.co.uk/world/2013/
jun/08/nsa-boundless-informant-global-datamining.
38 „Fallast á að fylgst sé með þeim“, ruv.is 2. maí 2013, sótt 5. ágúst 2013: http://www.
ruv.is/frett/fallast-a-ad-fylgst-se-med-theim.
39 Valur Ingimundarson, „Frá óvissu til upplausnar: „öryggissamfélag“ Íslands og
Bandaríkjanna 1991–2006“, Uppbrot hugmyndakerfis. Endurmótun íslenskrar utan-
ríkisstefnu 1991-2007, ritstj. Valur Ingimundarson, Reykjavík: Hið íslenska bók-
menntafélag, 2008, bls. 1–66, hér bls. 65.
40 Cynthia Enloe, Globalization & Militarism.
41 „Telja þörf fyrir þjóðaröryggisráð“, ruv.is 21. febrúar 2014, sótt 28. mars 2014:
http://www.ruv.is/frett/telja-thorf-fyrir-thjodaroryggisrad.
HelgA BJöRnSdóttiR