Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 193
192
bandaríska hersins.47 Í þessum leikjum birtist hinn bandaríski hermaður
sem ofbeldisfullt ofurkarlmenni.
Mannfræðingurinn Hugh Gusterson48 bendir á að aukin ásókn kvenna
í að gegna herþjónustu og baráttu fyrir að fá að vera í fremstu víglínu – allt
undir formerkjum jafnréttis – sé enn eitt dæmið um hervæðingu samfé-
laga og menningarlegra gilda. Enloe útskýrir þessa þróun á þann hátt að
í hervæðingu felist að konum finnist að til þess að ná fullu jafnrétti á við
karla þurfi þær að fá inngöngu í rými hermennskunnar.49 Gusterson telur
þó að hér sé ekki um jafnréttisbaráttu að ræða heldur sé hér á ferðinni það
sem hann kallar femíníska hernaðarhyggju (e. feminist militarism) og skýrt
dæmi um það sem Beverly D’Amico vísar til sem „sjúkdómseinkenna af
völdum hervæðingar samfélagsins“.50
Hervæðing og friðargæsla
Friðargæsla er ætíð staðsett innan ramma hernaðar eða í tengslum við
hernað og hernaðaraðgerðir af einhverju tagi og þar gilda lög, reglur og
viðmið hernaðar og hernaðarlegs atbeina.51 Gildir þá einu hvort gæsluliðar
eru borgaralegir eða hermenn. Mannfræðingurinn Liora Sion lýsir friðar-
gæslu sem hernaðarlegu rými þar sem ákveðin kynjuð sjálfsmynd er sköp-
uð, endurgerð og styrkt.52 Eðli friðargæslustarfa hefur þróast og breyst í
tímans rás og í dag má segja að þau séu nokkurs konar sambræðingur af
hefðbundnum friðargæsluaðgerðum og mannúðaraðstoð.53 Í alþjóðlegri
pólitískri orðræðu eru þróunarmál og friðargæsla í síauknum mæli sam-
ofin og mannúð er hið sameiginlega stef. Sögulega séð eiga mannúðar- og
47 Robertson Allen, „Virtual soldiers, cognitive laborers“; Stephen Graham, Cities
under siege.
48 Hugh Gusterson, „Feminist militarism“, PoLAR nóvember/1999, bls.17–26.
49 Cynthia Enloe, Globalization & Militarism.
50 Hugh Gusterson, „Feminist militarism“; Beverly D’Amico, „Feminist perspectives
on women warriors“, Women and war reader, ritstj. L. A. Lorentzen og J. Turpin,
new York: new York University Press, 1998, bls. 122.
51 Paul Higate og Marsha Henry, Insecure spaces: Peacekeeping, power and performance in
Kosovo, Liberia and Haiti, London: Zed Books, 2009; Cynthia Enloe, Globalization
& Militarism.
52 Liora Sion, „Peacekeeping and the gender regime. Dutch female peacekeepers in
Bosnia and Kosovo“, Journal of Contemporary Ethnography 37/2008, bls. 561–585;
Paul Higate og Marsha Henry, Insecure spaces.
53 Axel J. Bellamy, Paul Williams og Stuart Griffin, Understanding peacekeeping, Cam-
bridge: Polity Press, 2004.
HelgA BJöRnSdóttiR