Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Síða 194
193
friðaraðgerðir ýmsar sameiginlegar rætur í stríði en sú tilhneiging að
blanda þessu saman hefur þó aukist til muna eftir atburðina 11. september
2001.54 Bent hefur verið á að slík samþætting sé í raun birtingarmynd þess
hvernig alþjóðasamfélagið viðheldur og réttlætir ákveðna uppbyggingu
valds sem byggir á vestrænni hugmyndafræði um lýðræði og frið.55 Paul
Higate og Marsha Henry segja breytingar á eðli og framkvæmd frið-
argæslu endurspegla pólitískar breytingar á hnattræna vísu.56 Þá heldur
Sherene Razack því fram að friðargæsla leiki stórt hlutverk í því sem hún
kallar ‘alþjóðaverkefni’ undir stjórn Sameinuðu þjóðanna sem að hennar
mati felur í sér að ‘nútímavæða’ heiminn á svipaðan hátt og gert var á
dögum nýlendutímans þegar nauðsynlegt þótti að siðfága og þróa frum-
stæð samfélög og færa til nútímans.57
Útrás
Árin fyrir hrunið 2008 einkenndust af fífldjörfum efnahagslegum aðgerð-
um hóps karla sem fljótlega fengu nafnið „útrásarvíkingar“ í almennri
orðræðu, og sem í krafti athafna sinna erlendis og hérlendis virtust óvið-
jafnanlega klárir.58 Athafnir og ákvarðanir þessara manna einkenndust af
karllægum hugsunarhætti með höfuðáherslu á áræðni, dugnað og þor.59
Einkennandi fyrir þetta tímabil var útblásið þjóðarstolt og sjálfsmynd sem
meðal annars endurspeglaðist skýrt í skýrslu sem nefnd á vegum forsætis-
54 Hugo Slim, „The stretcher and the drum: Civil-military relations in peace support
operations“, International Peacekeeping 3/1996, bls.123–139; Mark Duffield, Global
governance and the New Wars: The merging of development and security, London: Zed
Books, 2002/2006; Kristín Loftsdóttir og Helga Björnsdóttir, „The ‘Jeep-Gang-
sters’ from Iceland: The merging of militaristic operations and international
development“, Critique of Anthropology mars/2010, bls. 23–39.
55 Amitav Ghosh, „The Global reservation: notes toward an ethnography of int-
ernational peacekeeping“, Cultural Anthropology 3/1994, bls. 412–422.
56 Paul Higate og Marsha Henry, Insecure spaces.
57 Sherene Razack, „From the ‘Clean Snows of Petawawa’: The violence of Canadian
peacekeepers in Somalia“, Cultural Anthropology 15/2000, bls. 127-163; Anne
orford, Reading humanitarian intervention: Human rights and the use of force in int-
ernational law, Cambridge: Cambridge University Press, 2003.
58 Már W. Mixa, „once in khaki suits: Socioeconomics features of the Icelandic
collapse“, Rannsóknir í félagsvísindum X, ritstj. Ingjaldur Hannibalsson, Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2009, bls. 435–447; Birna Þórarinsdóttir, „Jeppar og jakkaföt:
Kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“, fyrirlestur hjá Sögufélaginu 21. febrúar
2006.
59 Kristín Loftsdóttir, „Útrás Íslendinga og hnattvæðing hins þjóðlega: Horft til Silvíu
nætur og Magna“, Ritið 1/2007, bls. 143–159.
„HERnAðARLÚKK“