Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 195
194
ráðuneytisins samdi og gaf út nokkrum mánuðum fyrir hrun, eða í mars
2008.60 Í formála skýrslunnar segir meðal annars að hlutverk nefndarinnar
hafi verið að „gera úttekt á skipan ímyndarmála Íslands í dag, móta stefnu
Íslands í þessum málaflokki og leggja fram tillögur að skipulagi ímynd-
armála og aðgerðum til að styrkja ímynd Íslands“. Eða eins og forsæt-
isráðherra orðaði það:
Við verðum að vera opin fyrir nýjum hugmyndum og leiðum og
setja okkur það markmið að Ísland skari framúr, bæði í reynd en
einnig hvað varðar ímynd landsins […] …átak í ímyndarmálum
Íslands mun gera okkur enn betur samkeppnishæf og hjálpa okkur
til að tryggja að Ísland verði til fyrirmyndar: Best í heimi!61
Í skýrslunni má meðal annars lesa að Íslendingar séu „duglegir, bjartsýn-
ir, áræðnir og búi yfir náttúrulegum krafti, frjálsræði og frumkvæði sem
einkennir atvinnulíf og menningu landsins“og lykilþættir í þjóðarsjálfs-
myndinni séu „frelsi, kraftur og friður“.62
Hugmyndin að baki Íslensku friðargæslunni féll vel að þessum hugs-
unarhætti enda undirstrikaði hann einkum sömu karllægu þættina og ein-
kenndu viðskiptalífið: útrás og áhættusækni.63 Friðargæslan var afsprengi
og sköpunarverk karllægrar formgerðar samfélagsins. Karlmenn voru í
meirihluta þeirra sem komu að skipulagningu hennar, uppbyggingu og
ákvarðanatöku um verkefnaval og staðsetningu þeirra eins og sjá má meðal
annars af skýrslu starfshóps utanríkisráðuneytisins, Öryggis- og varnarmál
Íslands við aldamót: Greinargerð starfshóps utanríkisráðuneytisins.64 Að mati
Davíðs Loga Sigurðssonar þáverandi blaðamanns á Morgunblaðinu voru
það einkum „haukar“ í utanríkisráðuneytinu sem mótuðu verkefnaval
gæslunnar frá upphafi en það einkenndist strax í byrjun af „hörðum“ og
60 Svafa Grönfeldt, ritstj., „Ímynd Íslands: Styrkur, staða og stefna“, 2008, Reykjavík:
Forsætisráðuneytið.
61 Geir Haarde, Ræða forsætisráðherra á Viðskiptaþingi 7. febrúar 2007, sótt 20. ágúst
2010: http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedurGHH/nr/2529.
62 Svafa Grönfeldt, „Ímynd Íslands: Styrkur, staða og stefna“, bls. 26; bls. 5.
63 Helga Björnsdóttir, „Give me some men, who are stouthearted men“.
64 „öryggis og varnarmál Íslands við aldamót. Greinargerð starfshóps utanríkis-
ráðuneytisins“, Utanríkisráðuneytið, 1999; Helga Björnsdóttir, „Give me some men,
who are stouthearted men“; Gunnar Páll Baldvinsson, „Friðargæsla herlausrar þjóð-
ar: Stefnumótun, sjálfsmynd og orðræða“, Uppbrot hugmyndakerfis: Endurmótun
íslenskrar utanríkisstefnu 1991–2007, ritstj. Valur Ingimundarson, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 2008, bls. 137–173.
HelgA BJöRnSdóttiR