Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 196
195
hernaðarlega tengdum verkefnum.65 Af hálfu stjórnvalda var friðargæslan
útskýrð og skilgreind sem liður í utanríkisstefnu landsins og því haldið
fram að hlutverk hennar væri einkum að auka tengsl landsins við alþjóða-
samfélagið, styrkja stöðu þess á alþjóðavísu og innan alþjóðlegra stofnana
á borð við nATo og Sameinuðu þjóðirnar. Þannig segir í skýrslu utan-
ríkisráðuneytisins Stefnumið Íslands í þróunarsamvinnu 2005-2009 að með
stofnun friðargæslunnar hafi stjórnvöld tekið „það mikilvæga skref að gera
friðaruppbyggingu og aðstoð við fyrrum stríðshrjáð lönd að órjúfanlegum
þætti í framlagi Íslands til alþjóðasamstarfs“.66 Gunnar Páll Baldvinsson
hefur bent á að í raun hafi verið um þrýsting að ræða af hálfu nATo um
að Ísland legði meira af mörkum til bandalagsins.67 Þarfir og vilji nATo
nægðu þó ekki ein og sér heldur þurfti líka pólitískan vilja og ákveðna
stefnu þeirra sem voru við völd á þessum tíma. Frá 2001 þegar gæslan var
formlega stofnuð og fram til 2006 gegndu þrír menn embætti utanrík-
isráðherra, þeir Halldór Ásgrímsson, Davíð oddsson og Geir H. Haarde,
en segja má að þeir hafi allir fylgt nokkurn veginn sömu pólitísku línunni
í utanríkismálum.
Á sama tíma og friðargæslan var skilgreind í opinberri orðræðu yfir-
valda sem liður í aukinni þátttöku landsins í alþjóðasamfélaginu var hún
jafnframt staðsett innan ramma þróunarmála sem framlag til alþjóðlegs
þróunarstarfs og undirstrikað að þar væru á ferðinni „tvær nátengdar
leiðir að sama markmiði“.68 Jafnframt var áhersla lögð á mannúðarhlut-
verk og borgaralegt eðli gæslunnar.69 Augljós tengsl við herumhverfi og
hernaðarlegar stofnanir á borð við nATo voru markvisst tónuð niður.
Til dæmis hélt yfirmaður gæslunnar því fram í viðtali við blaðamann
65 Davíð Logi Sigurðsson,„Framboð og friðargæsla - hvaða hlutverki gegna blaða-
menn?“, Íslendingar í friðargæslu og hjálparstarfi, erindi haldið í Háskólanum á
Bifröst 19. október 2007, sótt 10.8. 2010: www.utanrikisraduneyti.is/media/Utgafa/
bifrost1.doc.
66 „Stefnumið Íslands í þróunarsamvinnu 2005–2009“, Utanríkisráðuneytið, sótt 25.
mars 2008: http://www.utanrikisraduneyti.is/utanrikismal/throunarsamvinna/
nr/2735.
67 Gunnar Páll Baldvinsson, „Friðargæsla herlausrar þjóðar: Stefnumótun, sjálfsmynd
og orðræða“.
68 „Stefnumið Íslands í þróunarsamvinnu 2005–2009“.
69 Kristín Loftsdóttir og Helga Björnsdóttir, „The ‘Jeep-Gangsters’ from Iceland“,
Kristín Loftsdóttir og Helga Björnsdóttir, „Í nafni mannúðar og menningar:
Vald, kyn og atbeini í íslenskri þróunarhjálp“, Uppbrot hugmyndakerfis: endurmótun
íslenskrar utanríkisstefnu 1991–2007, ritstj. Valur Ingimundarson, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 2008, bls. 177–203.
„HERnAðARLÚKK“