Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 197
196
frá Morgunblaðinu árið 2006 þegar hin svokölluðu „jeppagengi“ eins og
Valgerður Sverrisdóttir þáverandi utanríkisráðherra nefndi þau voru send
til Afganistan að „þetta verkefni væri ekki frekar hernaðarlegt í eðli sínu en
t.d. stjórnun flugvallarins í Kabúl“.70 Lögð var áhersla á að „Íslensku friðar-
gæsluliðarnir væru borgaralegir sérfræðingar þótt þeir væru í herbúningum
og bæru vopn sér til varnar“.71 Undirstrikað var að friðargæslan væri „hluti
af alþjóða friðargæslu Atlantshafsbandalagsins, sem eru hermenn, en við
erum ekki að taka þátt í hernaði“.72 Jafnframt var bent á að þátttaka í alþjóð-
legum friðargæsluverkefnum væri til marks um einlægan vilja Íslendinga til
að leggja meira af mörkum til „alþjóðasamfélagsins“. Eða eins og það var
orðað af Halldóri Ásgrímssyni þáverandi utanríkisráðherra: „Með þátttöku
í friðargæsluaðgerðum hefur Ísland því tækifæri á að axla ábyrgð í alþjóða-
samfélaginu og vera fullgildur þátttakandi til jafns við aðrar þjóðir.“73
Sjálfsmynd þjóðar, hernaðarhyggja og friðargæsla
Rannsóknir hafa sýnt fram á sterk tengsl á milli hugmyndafræði hern-
aðar og karlmennsku annars vegar og nútíma þjóðernishyggju hins veg-
ar.74 Stefan Dudink bendir þó á að í flestum rannsóknum sem gerðar hafi
verið á sjálfsmyndarsköpun þjóða, skorti á að tekið sé tillit til áhrifa frá
hervæddri karlmennsku.75 Að því leyti má segja að þessar rannsóknir séu
„þunnar“.76 Hvað heimavettvanginn og íslensku útrásarvíkingana varðar
70 „Vill mýkja ásýnd íslensku friðargæslunnar“, Morgunblaðið 23. ágúst 2006, bls. 6.
71 Rúnar Pálmason, „Fara sex saman í nokkurra daga ferðir“, Morgunblaðið 30. apríl
2005, bls. 4.
72 „Segir Ísland ekki taka þátt í hernaði“, Morgunblaðið 27. september 2005, bls. 8.
73 Halldór Ásgrímsson, „Ávarp Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, á kynningu um
Íslensku friðargæsluna mánudaginn 10. september 2001“, sótt 20. ágúst 2008: http://
www.utanrikisraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar-isg/nr/1086.
74 Stefan Dudink, „The unheroic men of a moral nation: Masculinity and nation
in modern Dutch history“, The postwar moment. Militaries, masculinities and int-
ernational peacekeeping, ritstj. Cynthia Cockburn og Dubravka Zarkov, London:
Lawrence & Wishart, 2002; nirmal Puwar, Space invaders: Race, gender and bodies
out of place, oxford: Berg, 2004; Glenda Sluga, „Masculinities, nations, and the
new world order: peacemaking and nationality in Britain, France and the United
States after the First World War“, Masculinities in politics and war: Gendering mod-
ern history, ritstj. S. Dudink, K. Hageman og J. Tosh, Manchester: Manchester
University Press, 2004, bls. 238–257.
75 Stefan Dudink, „The unheroic men of a moral nation“.
76 Sherry ortner, „Resistance and the problem of ethnographic refusal“, Comparative
Studies in Society and History 1/1995, bls. 173–193.
HelgA BJöRnSdóttiR