Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 200
199
argæsluverkefnum og áhersla á mannúðarmál var sögð vera sýnilegt merki
um getu og vilja landsins til að axla þá ábyrgð sem því fylgir að eiga sæti í
öryggisráðinu.
Íslenska friðargæslan féll svo vel að ríkjandi hugarfari uppgangsáranna
fram að hruni að hún varð nánast sjálfsagður hluti af samfélaginu og utan-
ríkisstefnu landsins. Flestir fjölmiðlar og almenningur virtust lítinn áhuga
hafa á þessu nýja pólitíska rými sem endurspeglaðist meðal annars í því
að flestar fréttir af gæslunni sem birtust í fjölmiðlum voru í formi frétta-
tilkynninga frá utanríkisráðuneytinu.88 Gunnar Páll Baldvinsson bendir
á að allt fram til 2004 hafi lítið sem ekkert verið fjallað um verkefni frið-
argæslunnar í Kabúl í Afganistan á síðum Fréttablaðsins og að umfjöll-
un Morgunblaðsins hafi mótast af sjálfsmorðsárásinni sem gerð var í
Kjúklingastræti í Kabúl í október 2004.89 Fram að árásinni hafi blaðið
verið hliðhollt þátttöku Íslendinga í friðargæslu en eftir árásina breyttist sú
afstaða, enda þá flestum ljóst að þátttaka í hernaðarlegum verkefnum felur
ætíð í sér lífshættu fyrir alla sem að koma. Hvað almenning varðar þá fékk
hann í raun aldrei tækifæri til að kynnast gæslunni, hún var umræðuefni
sem afmarkaðist við hið pólitíska vald.
Einstaka gagnrýnisraddir á karllægan hugsunarhátt þessa tíma heyrð-
ust þó.90 Ágætt dæmi er skýrsla Útflutningsráðs Íslands en í henni var
meðal annars bent á að íslenska efnahagsútrásin til hinna norðurlandanna
einkenndist af karllægum þáttum og að ímynd hennar í norrænum fjöl-
miðlum hefði á sér afar karlmennskulegan blæ svo ekki væri meira sagt.91
Þess má geta að þrátt fyrir þá staðreynd að þátttaka kvenna í atvinnulífinu
hér á landi sé með því hæsta sem gerist í oECD ríkjunum þá voru afar fáar
konur í fremstu víglínu útrásarinnar eða í stjórnum þeirra fyrirtækja sem
stóðu að baki henni.92 Hið sama gilti um Íslensku friðargæsluna því þó að
konur hafi verið sérstaklega hvattar til að sækja um störf hjá gæslunni var
strax í byrjun lögð sérstök áhersla á að friðargæsluliðar yrðu að búa yfir
88 Helga Björnsdóttir, „Give me some men, who are stouthearted men“.
89 Gunnar Páll Baldvinsson, „Friðargæsla herlausrar þjóðar: Stefnumótun, sjálfsmynd
og orðræða“, bls. 169.
90 Kristín Loftsdóttir, „Útrás Íslendinga og hnattvæðing hins þjóðlega“.
91 Sigrún Davíðsdóttir, Íslensk fyrirtæki á Norðurlöndum: aðferðir og orðspor, Reykjavík:
Útflutningsráð, 2006.
92 Gyða Pétursdóttir, Within the socially desirable aura of gender equality: Division
of domestic labour and child care”, Rannsóknir í Félagsvísindum IX, ritstj. Gunnar
Þ. Jóhannesson og Helga Björnsdóttir, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands, 2008, bls. 213–223.
„HERnAðARLÚKK“