Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 201
200
ákveðinni þekkingu og reynslu sem fyrst og fremst er að finna innan hefð-
bundinna karlastarfsgreina eins og slökkviliðs og lögreglu.93
Hvar er víkingaeðlið?
Þegar rætt er um hernaðarhyggju og hervæðingu í tengslum við íslenskan
veruleika er vert að hafa í huga að á síðari tímum hafa Íslendingar ekki
þurft að sameina þjóðarsjálfsmynd sína gegn ágangi annarra þjóða undir
formerkjum stríðs. Engu að síður hefur þjóðin alltaf verið stolt af menn-
ingararfleifð sinni sem gjarnan er þá rakin aftur til tíma víkinga og ákveðið
víkingastef hefur átt sinn sess í þjóðarsjálfsmyndinni og í raun verið einn
af meginþráðum hennar. Kristín Loftsdóttir bendir á að sú sjálfsmynd birti
þjóðina sem „sérstakt fólk“ sem náttúra landsins hefur mótað í gegnum
aldirnar.94 Þetta karllæga þjóðernisstef hefur oft verið endurgert í orð-
ræðu um menningu, samfélag og fólkið sjálft, allt eftir tíma og aðstæðum
hverju sinni. Þetta mátti meðal annars sjá í orðræðu um útrásarvíkinga þar
sem „jákvæðir“ eiginleikar víkinga eins og dirfska, kapp og atorka voru
undirstrikaðir en það sem víkingar hafa þó verið þekktastir fyrir, það er að
„nauðga, ræna og brenna“, hvarf í skuggann. Þarna var víkingaímyndinni
í raun snúið á haus og hún notuð bæði heima og erlendis af atvinnulífi og
yfirvöldum sem nokkurs konar vörumerki fyrir þjóð sem sóttist eftir að
verða fullgildur meðlimur í alþjóðasamfélaginu.
Hernaðarleg rými skapa og hafa áhrif á sjálfsverustöður (e. subject
position) fólks sem vistast innan þeirra. Þar verður til dæmis til ákveðin
gerð karlkyns sjálfsmynda sem bæði styrkja og viðhalda hugmyndafræði
hernaðar. Því er áhugavert að skoða hvernig íslenskir friðargæsluliðar á
Kabúlflugvelli í Afganistan sköpuðu og birtu sjálfsmynd sína og þjóðarinn-
ar í samspili við hernaðarlegt rými fjölþjóðaliðs nATo og ISAF á flugvell-
inum eins og birtist vel í heimildamyndinni Íslenska sveitin sem gerð var
um starfsemi Íslensku friðargæslunnnar á Kabúlflugvelli í Afghanistan.95
Þar réðu hernaðarlegt umhverfi og aðstæður því að hinn upprunalegi
93 Birna Þórarinsdóttir, Íslenska friðargæslan: Jafnréttis og kynjasjónarmið í stefnu og
starfsemi 1994–2004, Reykjavík: Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum, Há-
skóli Íslands og UnIFEM Iceland, 2005.
94 Kristín Loftsdóttir, „The most resilient people in the world: Icelandic national-
ism and identity during the colonial period, economic expansion and crash“, Ritið
2/2009, bls. 113–39, hér bls. 14.
95 Leikstjóri myndarinnar var Friðrik Guðmundsson og í enskri útgáfu fékk hún tit-
ilinn The Chicken Commander sem er vísun í þáverandi yfirmann friðargæslunnar.
HelgA BJöRnSdóttiR