Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 203
202
grund. Karllægni og hernaðarhyggja sem liggur til grundvallar friðargæslu
og einkennir þau félagslegu rými sem hún tengist döfnuðu enda vel á þess-
um uppgangsárum og áttu þátt í að skapa, endurgera og viðhalda þeirri
þjóðarsjálfsmynd sem þá ríkti og einkenndist af ákveðnu þjóðarstolti, eða
því sem Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir hefur kallar „þjóðarmont“.97 Þannig
má segja að sem liður í þeirri utanríkisstefnu sem þá var rekin hafi Íslenska
friðargæslan verið framlag ríkisins til útrásarinnar.
Í upphafi þessarar greinar var vitnað til lítillar auglýsingar þar sem
konur voru hvattar til að hressa upp á útlitið og fataskápinn með því að
fjárfesta í skóm sem sagðir voru vera „military chic“. „Military chic“ tíska
var einkar vinsæl á árunum 2003-2005, eða á þeim tíma þegar Íslenska
friðargæslan var að stíga sín fyrstu opinberu skref á alþjóðavettvangi. Líkt
og þessi tíska er Íslenska friðargæslan gott dæmi um á hvern hátt hern-
aðarhyggja nær fótfestu og löggildingu á alþjóðlega og staðbundna vísu.
Í þessu samhengi eiga vel við útskýringar listamannsins Ólafs Elíassonar
á blindu fólks á það viðtekna og venjulega, sem hann lýsti í viðtali við
Viðskiptablaðið 2007. Þar ræddi hann meðal annars um ímynd þjóðarinnar
og sjálfsmynd og það að landsmenn virtust ekki gera sér grein fyrir þeim
miklu möguleikum sem menning, náttúra og þó sérstaklega íslenskt veð-
urfar hefði upp á að bjóða fyrir erlenda ferðamenn og lýsti þessu sem
„blindum bletti“ hjá þjóðinni eða „það sem maður sér ekki að maður sér
ekki.“98 Þó að þessi útskýring Ólafs hafi verið sett fram í öðru samhengi á
hún ágætlega við um hervæðingu sem er í raun orðin svo rótgróin í öllum
samfélögum nútímans að fáir veita afleiðingum hennar athygli hvort sem
það er hér á landi eða annars staðar, svo sjálfsagður og eðlilegur hluti er
hún orðin af menningu og mannlífi.
97 Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, „Ræktaði samfélag síðari alda fegurð kvenna? Inn-
legg í umræðu um þjóðarímynd og fræði“, Lesbók Morgunblaðsins 8. apríl 2006.
98 Ólafur Teitur Guðnason, „Það sem maður sér ekki að maður sér ekki“, Viðskipta-
blaðið 16. mars 2007, bls. 17–19.
HelgA BJöRnSdóttiR