Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 207
206
(e. tourism system). Samkvæmt þessari kerfishugsun er eitthvað sem ýtir
fólki og/eða dregur það frá heimastað sínum af stað til tiltekins áfanga-
staðar. Þegar á staðinn er komið hefur ferðamaðurinn ýmiskonar áhrif,
hagræn, umhverfisleg og félagsleg eftir því hvernig hann hagar sér, og að
ferð lokinni heldur hann heim breyttur að einhverju marki.2
Þessi tvíhyggja eininga og andlags er hinsvegar hreint ekki jafn
einföld og halda mætti. Vandinn felst í því hvar draga skuli mörkin frá
einu yfir í annað. Skilgreining á ferðamanni er til dæmis til vandræða.
Hvenær nákvæmlega erum við ferðamenn? Er það á þeirri stundu sem við
förum að hugsa um fyrirhugaða ferð, er það þegar við erum komin út á
Keflavíkurflugvöll, komin á áfangastaðinn eða þegar við erum búin að vera
a.m.k. eina nótt fjarri lögheimili okkar? Eða er það þegar við komum upp
um menningarlegt ólæsi okkar í samskiptum við annað fólk?3 Það sama
á við um áfangastað. Hann er síður en svo skýrt afmarkað landfræðilegt
rými, hvorki gagnvart ferðafólki né þeim sem búa þar og vinna hugsanlega
við ferðaþjónustu. Þegar kemur að ferðaþjónustunni sjálfri, framleiðslu og
neyslu á ferðavörunni, kemur í ljós að svið menningar og markaðar, fram-
leiðslu og neyslu rennur oftar en ekki saman í eitt.4
Sú verufræði ferðamennsku sem greinin dregur upp færir okkur tæki
og hugtök úr verkfærakistu franskrar tuttugustualdarheimspeki til að fást
við þennan vanda. Í greininni verða hugmyndir um rýmið sem rákað og
samfellt kynntar til sögunnar og skýrðar. Fjallað verður um hvernig sam-
fellu má skýra með myndmáli grannfræði (e. topology) og að lokum hvernig
tilvera okkar verður til og mótast í samspili rákunnar og samfellu sem líkja
má við dansspor. Þessi hugtök verða tengd við ferðamennsku og íslenska
ferðaþjónustu og markaðssetningu hennar. Markmiðið er að skýra nánar,
með þessari röð myndlíkinga, verufræðilegar forsendur þess sem við köll-
um ferðamennsku og hvaða þýðingu þær hafa fyrir skilning okkar á þróun
íslenskrar ferðaþjónustu. Andstætt tvíhyggjunni viljum við byggja skilning
á ferðamennsku á einhyggju (e. monism). Samkvæmt henni eru allir hlutir
tilverunnar í raun af sama meiði og samtengdir. Allt er í öðru falið – og
2 Edward Huijbens, „Tourism System“, ritstj. Peter Robinson, Key Concepts in Tour-
ism, London: Routledge, 2012, bls. 254–256.
3 Sbr. kvæði Halldórs Laxness „Hallormsstaðaskógur“ þar sem segir frá þeim sem
var áður „afglapinn á torgum“, fjarri heimabyggð. Sjá Halldór Kiljan Laxness,
Kvæðakver, 3. útg., Reykjavík: Helgafell 1956, bls. 20.
4 Sjá t.d. Edward H. Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson, Ferðamál á Íslandi,
Reykjavík: Mál og menning, 2013, bls. 205.
edWARd, gunnAR ÞóR og BJöRn