Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Side 208
207
sérhver eining sem fólk telur sig með einhverjum hætti geta afmarkað er í
raun afurð tengsla og skipunar þeirra en ekki orsök fyrirframgefinna eig-
inleika einingarinnar. Rannsóknir af þessum meiði hafa skapað annarskon-
ar mynd af veruleika ferðamennsku, þar sem hreyfanleiki og tengsl ólíkra
þátta eru í fyrirrúmi.5
Greinin er í fjórum hlutum.6 Fyrst er lagður grunnur að skilningi á
hugtakinu rými gegnum hugtakaparið rákað og samfellt sem þegið er frá
frönsku heimspekingunum Gilles Deleuze og Félix Guattari.7 Gerð er
fyllri grein fyrir órjúfanlegu samhengi þessara hugtaka í gegnum mynd-
mál grannfræðinnar, sem er sú grein stærðfræði sem fæst við lögun hluta
innan órjúfanlegra heilda, þ.e. hvernig hlutir halda formi sínu í stöðugu
breytingarferli. næsti hluti snýr að íslensku landslagi sem er uppistaðan
í markaðs- og kynningarefni landsins og eru markmið þess starfs sett í
samhengi við nálgun okkar á verufræði ferðamennsku. Þannig sýnum við
fram á þær hugsanalegu ógöngur sem tvíhyggjan leiðir til þegar markmið
eru sett í samhengi við áfangastaðinn en úr takti við ferðalagið sjálft. Því til
leiðréttingar leiðum við fram hugmyndina um hvernig megi dansa á þeirri
línu sem virðist skilja að hugtakapör og þar með benda á hvernig megi
halda slíkum pörum, eða hugsa þau sem samtengd og hluta af heild. Frá
þessari hugmynd eru dregnir saman þeir þræðir sem helst spinna íslenska
ferðaþjónustu og við líkjum við „rísómatíska“ sprota. Í niðurstöðum er
íslensk ferðaþjónusta skýrð sem ylrækt slíkra sprota og því haldið fram að
uppbygging ferðaþjónustu þurfi fyrst og fremst að taka mið af möguleik-
um samfélaga til að virkja eigið hreyfiafl.
5 Sjá t.d. René van der Duim, Carina Ren og Gunnar T. Jóhannesson (ritstj.), Actor-
Network Theory and Tourism: Ordering, materiality and multiplicity, London og new
York: Routledge, 2012.
6 Greinin byggir á þremur erindum sem haldin voru í málstofu á Hugvísindaþingi við
Háskóla Íslands vorið 2013, og snerust um það hvort ferðaþjónustan sé að breyta
íslensku samfélagi í gegnum markaðssetningu á menningu og náttúru, ímynda-
sköpun og vörumerkjavæðingu. Erindi málstofunnar litu svo á að verufræðileg
greining á ferðamennsku hafi áhrif á það sem við gerum sjálf sem ferðamenn og
á það sem við byggjum upp fyrir ferðamenn, þ.e. ferðaþjónustu. Þannig hlýtur
verufræðilegur skilningur okkar að vera öðrum þræði pólitískur og þjóna sem inn-
legg í orðræðu um ferðaþjónustu. Ylrækt í titli þessarar greinar kemur úr fjórða
erindinu sem Þorvarður Árnason flutti og kunna höfundar honum góðar þakkir
fyrir innleggið.
7 Gilles Deleuze og Félix Guattari, „Rísóm“, Hjörleifur Finnsson þýddi, ritstj.
Geir Svansson, Heimspeki verðandinnar. Rísóm, sifjar og innrætt siðfræði, Reykjavík:
ReykjavíkurAkademían, 2002.
YLRÆKT RÍSÓMATÍSKRA SPRoTA