Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 211
210
fellda rýmið par excellence – en jafnframt er hann það rými sem menn lögðu
á öldum áður hvað mesta áherslu á að leggja undir sig, þ.e. koma böndum
á – og ráka. Eins og við vitum hófst saga hinna miklu landvinninga, sem
einnig var óumflýjanlega sagan af því hvernig menn sigruðust á úthafinu,
á 15. öld, og var nátengd uppgangi borgarmenningar og verslunar, landa-
funda og ferðalaga.
Ferðamennska rákuð/samfelld
Hugum nú að því hvernig skírskota má til ferðamennsku með umrætt
hugtakapar að vopni. Við fyrstu sýn mætti segja að í rákuðu rými skipti
punktarnir meira máli en línurnar á milli þeirra. Í slíku rými miðast allt
við að fara frá A til B og leiðin milli punktanna þjónar því markmiði.
Ferðalagið miðast við að fara á stað A og skoða hann, halda síðan stystu
leið á stað B og „taka hann inn“, og svo framvegis. Slíkt ferðalag er þaul-
hugsað og skipulagt fyrirfram út frá tilteknum forsendum sem (eiga að)
ráða því hvað á vegi manns verður. Skipulagið miðast við að nýta tímann
sem allra best. Með öðrum orðum er markmiðið að setja fyrirfram mæli-
einingar á tímann og rúmið þannig að allt gangi upp. Ferðalag af þessum
toga kenna Deleuze og Guattari við hugmyndina um þekkinguna (eða
veruleikann) sem tré þar sem allt greinist snyrtilega í sundur út frá einum
stofni sem stendur rótfastur í frjórri mold.
Í ferðalagi í samfelldu rými skiptir ferðin hins vegar meira máli en
(enda)punktarnir. Að vissu leyti ræður hending því hvar numið er staðar
og látið fyrirberast, samanber hið ágæta íslenska orðasamband „að láta
nótt sem nemur“; punktarnir eru áningarstaðir en ekki áfangastaðir eða
ákvörðunarstaðir. Það hvernig ferðin gengur ræður því hvar staðnæmst er.
Ferðin snýst um flandur og ferðamaðurinn er hirðingi, gjarnan með allt sitt
hafurtask á bakinu. Áherslan er öll á að lifa sig inn í það sem fyrir ber, hvað
sem það nú kann að verða. Með öðrum orðum miðast ferðalag af þessum
toga við að leggja rýmið undir sig án þess að telja það út fyrst. Deleuze og
Guattari tengja þennan ferðamáta við rísómið, rótarflækjuna sem þeir lýsa í
löngu máli í inngangi Þúsund fleka og er í eilífri andstöðu við tréð.15
Andstæðan milli þessara tveggja gagnólíku ferðamáta er kunnugleg úr
umræðu um ferðamál og má rekja allt aftur til sjöunda áratugar síðustu
aldar. Stanley Plog útbjó kvarða sem hefur verið endurgerður í mörgum
myndum síðan og stillir pakkaferðalöngum og sjálfstæðum ferðalöngum
15 Deleuze og Guattari, „Rísóm“, bls. 15–58.
edWARd, gunnAR ÞóR og BJöRn