Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 212
211
upp sem andstæðum.16 Íslenskar þolmarkarannsóknir hafa búið til sína
útgáfu af þessum greinarmun og tala um hreiningja (e. purists) og byrginga
(e. urbanists).17 Enn víðari skírskotun er til hins aldagamla (heimspekilega)
greinarmunar á sjálfsemd og mismun, eða á því sem er samt við sig og því
sem er annað. Pakkaferðalangurinn eða byrgingurinn, sem endurspeglast í
hugmyndinni um rákaða rýmið, vill vissulega fræðast og öðlast nýja reynslu
eða komast út í náttúruna, en þó þannig að það sem fyrir honum verður
komi honum ekki verulega á óvart, það á að vera fyrirséð og undirbúið.
Þannig þroskast hann sjálfsagt agnarögn á ferðum sínum, en þó þannig að
þroskinn verður helst til þess að staðfesta eða fylla upp í það sem hann vissi
fyrir. Hann vill því iðka ferðamennsku sem raskar ekki sjálfsmynd hans eða
samsemd hans við sjálfan sig um of. Hinn sjálfstæði ferðalangur, sem vill
flandra um hið samfellda rými, vill aftur á móti renna saman við umhverfið
og náttúruna, lifa það í botn, deila kjörum með innfæddum, verða einn af
þeim eftir því sem kostur er og leyfa þannig hinu óþekkta (mismuninum)
að raska því sem fyrir er í sjálfsmynd hans (samsemdinni). Því má segja að
hann vilji í reynd ekki vera ferðamaður í venjulegum og ríkjandi skilningi
heldur vilji hann stunda túrisma án túrisma.18
Í Þúsund flekum segja Deleuze og Guattari að „ef til vill eigi að taka
svo til orða að allar framfarir verði fyrir tilstilli hins rákaða rýmis og eigi
sér stað innan þess, en verðandin [le devenir] er öll innan hins samfellda
rýmis“.19 Hið rákaða rými er staðurinn þar sem afurðum verðandinn-
ar, sem spretta af hamslausri þrá eftir einhverju sem er nýtt og ólíkt því
sem fyrir liggur, er umbreytt yfir í það sem með réttu má kalla framfarir.
16 Stanley C. Plog, „Why Destination Areas Rise and Fall in Popularity“, Cornell
Hotel and Restaurant Administration Quarterly 4/1974, bls. 55–58.
17 Anna Dóra Sæþórsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Arnar M. Ólafsson, Björn M. Sig-
urjónsson og Bergþóra Aradóttir, Þolmörk ferðamennsku í þjóðgarðinum í Skaftafelli,
Akureyri: Ferðamálasetur Íslands, Ferðamálaráð, Háskóli Íslands og Háskólinn á
Akureyri, 2001; Anna Dóra Sæþórsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Bergþóra Aradóttir,
Arnar M. Ólafsson og Gunnþóra Ólafsdóttir, Þolmörk ferðamennsku í friðlandi á
Lónsöræfum, Akureyri: Ferðamálasetur Íslands, Ferðamálaráð, Háskóli Íslands og
Háskólinn á Akureyri, 2003; Anna Dóra Sæþórsdóttir, „Planning nature tourism
in Iceland based on tourist attitudes“, Tourism Geographies 1/2010, bls. 25–52;
Bergþóra Aradóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Guðrún Gísladóttir og Arnar M.
Ólafsson, Þolmörk ferðamennsku í Landmannalaugum, Akureyri: Ferðamálasetur
Íslands, Ferðamálaráð, Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri, 2003.
18 Sjá t.d. Hildigunnur Sverrisdóttir, „The destination within“, Landabréfið 2011, bls.
77–84.
19 Deleuze og Guattari, Mille plateaux, bls. 607.
YLRÆKT RÍSÓMATÍSKRA SPRoTA