Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Qupperneq 213
212
Eyðimörkin er yrkt, hafið er kortlagt, víðernin eru farsíma- og GPS-vædd.
Stígar eru lagðir og klósett byggð. En hið samfellda, og þráin eftir því,
snýr alltaf aftur og knýr rákunina áfram. Við viljum halda áfram að týnast;
finna óbyggða staði, leggja kortið til hliðar, slökkva á símanum og flandra
um. Fólk er laðað til Íslands með slagorðinu Lost in Iceland. Þannig heldur
rísómið áfram að sá sér út, og flæða í allar áttir – eftir því sem kostur er –
og kallar um leið eftir frekari rákun og verðandi tilverunnar.
Rýmið er því ætíð í senn rákað og samfellt, greinarmunurinn á rák-
uðu og samfelldu er aldrei alveg sléttur og felldur – hann gengur aldrei
alveg upp. Greinarmunurinn á hugtökunum tveimur er röklegur (fr. de
droit, notaður til greiningar og skilningsauka) en ekki raunverulegur (fr.
de fait, hvor liður greinarmunarins fyrir sig er sjaldnast eða jafnvel aldrei
fyrir hendi í raunveruleikanum í hreinni mynd). Eða, eins og Deleuze og
Guattari orða það:
[…] stöðugt er verið að þýða, þverskipta hinu samfellda rými yfir í
rákað rými; stanslaust er verið að varpa rákaða rýminu yfir í sam-
fellt rými eða láta það hverfa aftur til þess. Í einu tilviki koma menn
meira að segja skipulagi á eyðimörkina; í öðru tilviki er það eyði-
mörkin sem sækir fram og vex; og hvort tveggja gerist í senn.20
Samfellt rými, hvort heldur eyðimörkin eða úthafið, er stöðugt rákað
þegar fólk ferðast þar um. Pakkaferðalangurinn og hinn sjálfstæði ferða-
langur eru þegar grannt er skoðað ekki skýrt aðgreinanlegir, ekki frekar
en hreiningjar eða byrgingar. Í öllum pakkaferðum rennur gesturinn á
stundum saman við umhverfið og allir sjálfstæðir ferðalangar byggja ferð
sína að einhverju marki á staðlaðri þjónustu. Vandinn að greina hvað er
hvort og hvort er hvað er þannig ekki mjög gefandi þegar kemur að því að
skilja ferðmennsku. Endanleg skilgreining merkingar eða eiginleika er vart
möguleg og því er meira um vert að snúa sér að ferðalaginu sjálfu og skoða
hvernig rákun á uppsprettu sína í verðandinni. Það er, hvernig aðgreining,
formgerðir og merking verður til í athöfnum og tengslum.
Grannfræði verðandinnar
Lury, Parisi og Terranova benda á að fyrirbæri birtast okkur iðulega þegar
við flokkum, nefnum, númerum, berum saman, listum upp eða reiknum.21
20 Sama rit, bls. 593.
21 Celia Lury, Luciana Parisi og Tiziana Terranova, „Introduction: The Becoming
Topological of Culture“, Theory, Culture & Society 4/5/2012, bls. 3–35.
edWARd, gunnAR ÞóR og BJöRn