Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 217
216
Skilgreinanleg form grannfræðinnar sem skýrir fyrir okkur hvernig
þau mótast út frá því sem hverfist í kringum þau verða ekkert annað en
myndir í huga okkar. Þau form sem við teljum föst eða skýranleg eru í raun
hluti okkar og við stöndum í miðjum straumi tímarýmisins sem hverfist
um okkur og annað sem virðist stöðugt hverju sinni. Til að lýsa því frekar
hvernig form og einingar heimsins breytast gegnum það sem hverfist um
þau grípur Karl Popper til líkingar við ský. Allt sem er tekur breytingum
rétt eins og skýin, sem vissulega eru sýnileg sem ein heild en aldrei stöðug
sem eitt form. Þessi ský setur hann í andstöðu við klukkur sem eru hið
algerlega fyrirsjáanlega gangverk. Að mati Poppers er veröld okkar frekar
í ætt við ský þegar að er gáð. Til að skýra formfestu í heimi skýja talar
Popper um sápukúlu:
Sápukúlan samanstendur af tveimur undirkerfum sem bæði eru ský
og stjórna hvort öðru: Án loftsins félli sápuhimnan saman og við
hefðum aðeins dropa af sápuvatni. Án sápuhimnunnar væri loft-
ið stjórnlaust: Það mundi dreifast og hætta að vera til sem kerfi.
Stjórnin er því gagnkvæm; hún er sveigjanleg og hefur einkenni
endurgjafar […].32
Þegar margar sápukúlur koma saman mynda þær froðu. Peter Sloterdijk
notast einmitt við líkingu við froðu í þriðja bindi verks síns um veru og
tíma.33 Scott Lash dregur saman hvað verður um einstaklinginn í froðu-
heimi Sloterdijks:
Við verðum grannfræðilegar verur í froðuheimi Sloterdijk. Við
erum tækni okkar, smekkur, lífstíll og vörumerki, við erum bók-
staflega rýmið. Við erum stöðugt að breytast, alltaf nýtt form að
birtast en grannfræðileg samsvörun okkar leiðir til þess að við verð-
um eins og kúlur á bandi. Eins og froða, viðkvæm og alltaf við það
að springa.34
Hverja þá stund er við upplifum landslag, nefnum það eða njótum þess
sköpum við sápukúlu. Form þar og þá, rákun hér og nú. Íslenskt lands-
lag er sápukúla, rákuð í tilefni hverrar ferðar, mótuð af afli í samhengi
32 Karl Popper, Ský og klukkur og fleiri ritgerðir, Gunnar Ragnarsson þýddi, Reykjavík:
Heimspekistofnun Háskóla Íslands, 2010, bls. 168.
33 Peter Sloterdijk, Sphären III – Schäume, Plurale Sphärologie, Berlín: Suhrkamp
Verlag, 2004.
34 Scott Lash, „Deforming the Figure: Topology and the Social Imaginary“, Theory,
Culture & Society 4/5/2012, bls. 261–287, hér bls. 271.
edWARd, gunnAR ÞóR og BJöRn