Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Blaðsíða 220
219
ar), eða vegna félagsmenningarlegra hugmynda okkar sem við höfum tekið
inn og alist upp með og tengjast ímyndum og táknheimi okkar (t.d. um
það hvernig við eigum að haga okkur á almannafæri). Jonas Larsen heldur
því fram að dans geti ekki verið utan hins félagsmenningarlega samhengis
– sköpun hans eru ávallt settar einhvers konar skorður.41 Það breytir því
þó ekki að þetta sjónarhorn leggur áherslu á gerendahæfni ferðamanna.
Þeir eru gerendur, jafnvel þótt athafnir þeirra séu undir áhrifum tiltekinna
gilda, ímynda og orðræðna.
Adrian Franklin hefur notað líkinguna við dans á svolítið annan hátt og
þá til að lýsa skipandi áhrifum ferðaþjónustu og ferðamennsku sem slíkrar
á samfélag okkar, náttúru og menningu.42 Hér snýst málið ekki einungis
um iðkun og athafnir ferðafólks heldur áhrif þess sem í inngangi grein-
arinnar var nefnt kerfi ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan sem gerendanet
tengir saman fjölmarga og margleita gerendur í nokkurs konar dansi þar
sem það er óljóst hvað eða hverskonar tengslasamsetningar munu hafa
áhrif á hverjum stað og á hverjum tíma. Ekki er nóg með það að vélar,
tækni og náttúra geti verið óþægur ljár í þúfu þeirra sem hyggjast skipu-
leggja ferðaþjónustu; oft hefur fólk líka afar ólíkar skoðanir á því hvert
skuli stefna eða hvaða spor skuli stigin. Hér er því enginn einn og alráður
mannlegur danshöfundur að verki og oft er erfitt að spá fyrir um afleið-
ingar ferðaþjónustunnar sem gerendanets.
Franklin leggur áherslu á að dans ferðaþjónustu dragi fram marg-
leita gerendahæfni. Með sama hætti en frá eilítið öðru sjónarhorni dreg-
ur Larsen fram margbreytileika ferðafólksins sjálfs.43 Ferðamennska og
ferðaþjónusta snúast um hreyfingu sem tengir fólk við margskonar tækni
og hluti á fjölmarga vegu. Þessar samtengingar eru líklegar til að kalla fram
dansspor sem ekki voru fyrirséð eða í það minnsta ekki skipulögð. Dansinn
vísar til hreyfingar, athafna, sköpunar og spuna en jafnframt reglu sem
getur að einhverju leyti verið fyrirfram gefin en er ávallt iðkuð og mótuð í
hreyfingu dansins. Sem myndlíking dregur dans fram samskipti og tengsl
og það hvernig ýmis þau mörk sem okkur er tamt að líta á sem gefin – t.d.
41 Jonas Larsen, „Families Seen Sightseeing: Performativity of Tourist Photography“,
Space and Culture 4/2005, bls. 416–434. Sjá einnig nigel Thrift, Non-Representatio-
nal Theory. Space, politics, affect, London: Routledge, 2008, bls. 138.
42 Adrian Franklin, „The choreography of a mobile world: Tourism orderings“,
Actor-Network Theory and Tourism: Ordering, materiality and multiplicity, ritstj. René
Van der Duim, Carina Ren og Gunnar T. Jóhannesson, London og new York:
Routledge, 2012, bls. 43–58.
43 Larsen, „Families Seen Sightseeing“.
YLRÆKT RÍSÓMATÍSKRA SPRoTA