Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 221
220
á milli ferðamanna og náttúru, gesta og heimafólks eða ferðaþjónustuað-
ila, framleiðslu og neyslu – eru sveigjanleg.
Línudans/
Lag Emiliönu Torrini, „Jungle Drum“, hljómaði undir einu þekktasta land-
kynningarmyndbandi Íslands í seinni tíð í herferðinni Inspired by Iceland.
Henni var hleypt af stokkunum 5. maí 2010 með svokallaðri Íslandsstund
í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli sem truflaði verulega flugsamgöngur í
Evrópu eins og þekkt er. Lagið og myndbandið við það gefa ákveðna hug-
mynd um veruleika og mótun áfangastaðarins Íslands. Fólk dansar, hoppar
af kæti og fer flikk-flakk svo dæmi séu tekin og þannig vakna hugrenninga-
tengsl við ólgandi kraft og andagift, samanber yfirskrift markaðsátaksins.
Inspired by Iceland-landkynningarsíðan var ólík öllum fyrirrennurum
sínum þar sem hún byggði á sögum sem fólk sagði af veru sinni og reynslu
af landi og þjóð. Var hugmyndin sú að nýta samfélagsmiðla til að koma
orðspori landsins á framfæri mann af manni, en sú tegund markaðssetn-
ingar er talin virka hvað best, einnig í netheimum.44 Að Inspired-síðunni
og markaðsátakinu stendur opinber stofnun sem heitir Íslandsstofa. Hún
hefur sett sér almenn og sértæk markmið í markaðssetningu ferðamála.
Almennu markmiðin eru eftirfarandi:
Stefnt skal að því að neysla ferðamanna á Íslandi fari ekki undir 1.
meðaltalsvöxt á fimm ára tímabili á föstu verðlagi.
Stefnt skal að því að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum 2.
aukist til samræmis við aukningu ferðamanna.
Stefnt skal að því að gistinóttum fjölgi að jafnaði um 6% milli ára 3.
og skal stefnt að því að þeim fjölgi hlutfallslega meira utan háannar
(júní–ágúst)
Stefnt skal að því að erlendum ferðamönnum fjölgi að jafnaði um 4.
6% milli ára og skal stefnt að því að þeim fjölgi hlutfallslega meira
utan háannar (júní–ágúst).
Sértæk markmið Íslandsstofu í markaðssetningu ferðamála eru aftur á móti
þau sem hér má lesa:
44 Robert V. Kozinets, Andrea C. Wojnicki, Sarah JS Wilner og Kristine De Valck,
„networked narratives: Understanding Word-of-Mouth Marketing in online
Communities“, Journal of Marketing, 2010, bls. 71–89.
edWARd, gunnAR ÞóR og BJöRn