Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2014, Page 225
224
veruleika en aðra, sérstaklega þá sem eiga sér langa hefð eins og viðmið um
„lögmál“ markaða.51
Gildi rannsókna á grunni verufræðilegrar pólitíkur felst í því að leiða
fram aðrar mögulegar sviðsmyndir eða útgáfur veruleikans sem hægt væri
að vinna að. Einnig mætti hugsa sér að rannsakendur taki skýra afstöðu til
þess hvert eigi að stefna og láti ekki staðar numið við að sýna fram á marg-
feldi veruleikans, brotakennda heild hans og aðra möguleika heldur vinni
sérstaklega að ákveðnum útgáfum hans. Þættir sem okkur er tamt að skipta
í efnislega og huglæga tvinnast hér saman og jafnframt birtist margfeldni
veruleikans.
Hvaða afleiðingar hefur það t.d. að þess er krafist af ferðaþjónustuað-
ilum að þeir séu skapandi og veiti ferðafólki svigrúm til þátttöku þannig
að það fái útrás fyrir sköpunargáfuna líkt og markaðsherferðin Inspired by
Iceland virðist byggja á í ólíkum birtingarmyndum sínum? Hvaða afleið-
ingar hafa þessar kröfur fyrir líf og starf ferðaþjónustuaðila og hvernig
eru þeir í stakk búnir til að mæta þeim? Hafa þeir nauðsynlegar bjargir til
að bjóða ferðamönnum upp í dans? Alkunna er að flest ferðaþjónustufyr-
irtæki eru lítil og jafnvel agnarsmá. Samgöngumál eru einnig víða í ólestri
sem og uppbygging grunninnviða eins og netþjónustu, og þá vaknar sú
spurning hvort hugmyndir um sköpun og þátttöku, hinn ólgandi kraft sem
birtist bæði í fólki og jörð í myndböndunum góðu, ljósmyndum og nafn-
giftum gesta okkar og leyndum stöðum landsmanna – geti snúist upp í að
leiða athyglina frá grunnþörfum ferðaþjónustu og annars atvinnurekstrar
á einstökum svæðum.
Við þekkjum það öll að eftir ákveðinn tíma á dansgólfinu verðum við
þreytt í fótunum – ekki síst ef dansfélagar okkar eru taktlausir og stíga á
tærnar á okkur – og þá gildir einu hversu heillandi þeir eru, við verðum
fyrr eða síðar að setjast niður og draga andann og velta fyrir okkur hvert
við viljum halda.
Ylrækt íslenskrar ferðaþjónustu
Greining okkar á ferðamennsku leiðir fram þá mynd að hún snúist um
dansandi sápukúlur í sírákuðu samfelldu rými. Þung undiralda er í úthafi
hins samfellda rýmis. Þessi undiralda er markaðshyggjan sem skapar í raun
skilyrði fyrir frelsi okkar og möguleika til sköpunar, þátttöku í upplifun
51 John Law og John Urry, „Enacting the Social“, Economy and Society 3/2004, bls.
390–410, hér bls. 396.
edWARd, gunnAR ÞóR og BJöRn