Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 8
7
beinir sjónum að verkum Ágústs H. Bjarnasonar prófessors við Háskóla
Íslands sem kenndi heimspeki um langt skeið ásamt því að ritstýra tímarit-
unum Iðunni og Vöku. Í ritgerðinni gerir Jakob grein fyrir umfangi verka
Ágústs, ræður í heimspekilega sýn hans, áhrifavalda og áhrif hans sem
heimspekings og kennara. Hann sýnir fram á að í verkum Ágústs kemur
fram markverð afstaða til strauma í heimspeki og tengdum greinum í sam-
tíma hans. Því er einnig haldið fram að margt af því sem Ágúst fékkst við
eigi fullt erindi til samtíma okkar. Ritgerðin hefur því í og með það mark-
mið að endurreisa Ágúst og leyfa honum að njóta sannmælis sem hugsuðar
og fræðimanns sem miðlar menningu og fræðum með öflugri tímaritaút-
gáfu, en í grein sinni hér í Ritinu einblínir Jakob eins og áður sagði fyrst og
fremst á útgáfu tímaritsins Iðunnar.
Doktorsritgerð Sumarliða Ísleifssonar Tvær eyjar á jaðrinum: ímyndir
Íslands og Grænlands frá miðöldum til miðrar 19. aldar var varin 23. júní
2014. Ritgerðin fjallar um ímyndir landa og þjóða, greinir tilurð þeirra,
áhrifavalda í þróun þeirra og ekki síst hvernig framandleiki er framleiddur
og honum haldið við. Sumarliði nýtir ferðalýsingar mest í ritgerð sinni,
en í slíkum lýsingum er oft að finna skýrustu dæmin um viðhorf til land-
anna tveggja og íbúa þeirra. Beitt er aðferðum ímyndarfræða til að greina
hvernig ímyndir landa og þjóða birtast í bókmenntum, myndum og öðru
efni og hvernig unnt er að rannsaka þessar hugmyndir. Þá er aðferðum eft-
irlendufræða og nútímavæðingarhugmyndum beitt í viðleitni til að varpa
sem bestu ljósi á sérkenni og margbreytileika þeirra viðhorfa sem útlend-
ingar höfðu til Íslands og Grænlands. Grein Sumarliða hér fjallar um lýs-
ingar á Íslandi og Grænlandi og mótsagnirnar sem birtast stundum í upp-
hafningu hinna staðbundnu einkenna, stundum í fordæmingu þeirra.
Í doktorsritgerð sinni í almennri bókmenntafræði, Tímaritið Birtingur
og íslenskur módernismi. Lítil tímarit, landfræði, menningarsaga, sem varin
var 30. apríl 2015 rekur Þröstur Helgason þátt menningartímaritsins
Birtings í þróun íslensks módernisma, en það er skoðað með hliðsjón af
þeirri tímaritahefð sem mótaðist innan módernismans á öðrum og þriðja
áratug tuttugustu aldar. Sá módernismi sem tímaritið kom á framfæri
sótti margt til alþjóðlegra strauma, en hann tók einnig mið af íslensku
umhverfi sínu og birtingartímanum. Í þeim anda er hlutverk Birtings í
íslensku menningarlífi rannsakað í ljósi kenninga um landfræði og stað-
arfræði módernisma, auk þess sem tímaritið sjálft er kannað frá sjónarhóli
ritstjórnarfræða. Í síðastnefnda tilvikinu er litið til efnisvals, hönnunar,
STAÐA FRÆÐANNA