Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 10
9
Ágústs H. Bjarnasonar (1875–1952) er einna helst minnst sem höfundar
hinnar vinsælu ritraðar um sögu mannsandans. Fyrri útgáfa hennar, Yfirlit
yfir sögu mannsandans (1905–15) leit dagsins ljós þegar Ágúst var að fóta sig
sem fræðimaður í upphafi ferils síns hér á landi en sú síðari, Saga manns-
andans (1949–54), markar endalokin á höfundarferli hans. Orðspor Ágústs
sem höfundur alþýðlegra fræðslurita og menntamanns hvíldi að mikils-
verðu leyti á þessum útgáfum. Sem heimspekingur reisti hann sér þó ekki
síður veglega minnisvarða í verkum á borð við Almenn rökfræði (1913 og
1925), Almenn sálarfræði (1916 og 1938) og Siðfræði I–II (1924–26). Í þeim
kemur heimspeki Ágústs sjálfs fram með hvað skýrustum hætti og voru þau
nátengd störfum hans sem prófessors við heimspekideild Háskóla Íslands
á árunum 1911–45. Ágúst markaði sér skýra stöðu sem heimspekingur
bæði í krafti kennslustarfa sinna og með bókaútgáfu. En heimspeki hans
og erindi sem heimspekings við áheyrendur sína birtist með fjölbreyttari
hætti. Þar á meðal verður að líta til ferils hans sem ritstjóra og útgefanda
tímaritanna Iðunnar á árunum 1915–23 og Vöku árin 1927–29. Bæði tíma-
ritin veittu Ágústi greiðan aðgang að stórum lesendahópi og tækifæri til að
koma hugmyndum sínum og áherslum á framfæri við almenning.
Í þessari grein verður athyglinni beint svo að segja alfarið að Iðunni.
Þó má þess geta að ritstjórnarstefnu Vöku hefur verið lýst sem íhalds-
samri. Tímaritið einkenndist af „rómantískri þjóðernisorðræðu“ og andófi
gegn nútímavæðingu, tæknihyggju, fjöldamenningu, þéttbýlismyndun og
erlendum áhrifum. Þó gætti jafnan tvíbentrar afstöðu í þessum efnum í
ljósi þeirrar framfarahyggju sem setti mark sitt á hugmyndafræði aðstand-
Jakob Guðmundur Rúnarsson
Skemmtun, fróðleikur og nytsemd
Heimspekin að baki ritstjórnarstefnu
tímaritsins Iðunnar, 1915–23
Ritið 2/2015, bls. 9–32