Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 11
10
enda tímaritsins.1 Nafnið sjálft má túlka á þá leið að Íslendingar verði að
„vaka yfir arfleifðinni“ í menningarlegum skilningi.2 Að baki Vöku stóð
fjölmennur hópur manna sem í ljósi félagslegrar stöðu sinnar, menntunar
og áhrifa gerði tilkall til menningarlegs forræðis eða í það minnsta forystu-
hlutverks í íslenskri menningarumræðu.3
Tímaritið Iðunn hefur jafnan verið undir sömu sök selt. Þar ekki síður
en á síðum Vöku hafi Ágúst, sem hluti af fjölþjóðlega þenkjandi borg-
aralegri valdastétt sem hafði sótti sér menntun, þekkingu, og menningar-
áhrif erlendis, boðað alþýðunni að byggja sveitirnar þar sem hún gæti
haft í heiðri þjóðleg gildi og varðveitt menningararf þjóðarinnar.4 Ræðan
„Landið kallar“ sem Ágúst flutti um sumarið 1925 og birtist í Iðunni sama
ár hefur gjarnan verið tekin sem gott dæmi um þetta viðhorf. Íslenskt
samfélag ætti að verða sveitasamfélag þar sem alþýðan gæti lifað í samræmi
við þjóðleg gildi frekar en þá nútímalegu lifnaðarhætti sem einkenndu
þéttbýlið.5 Ræðuna má raunar einnig túlka sem viðvörun til áheyrenda um
að láta ekki „marglyndi“ í þeim skilningi sem Sigurður Nordal hafði kynnt
í Hannesar Árnasonar fyrirlestrum sínum ná tökum á sér og stýra hegð-
1 Þröstur Helgason, „Vaka og Vaki, upprisa og uppreisn – „svo náskyld orð“. Sig-
urður Nordal og módernisminn“, Ritið, 1/2012, ritstj. Sólveig Anna Bóasdóttir og
Þröstur Helgason, bls. 49–83, bls. 53 og 71.
2 Þröstur Helgason, „Vaka og Vaki“, bls. 73.
3 Þennan hóp skipuðu, auk Ágústs, þeir Guðmundur Finnbogason (1873–1944),
fyrrum skólabróðir, keppinautur og kollegi hans við Háskóla Íslands, sem þá
var landsbókavörður; Sigurður Nordal (1886–1974), prófessor í íslenskum fræð-
um; Árni Pálsson (1878–1952), prófessor í sagnfræði og ritstjóri Skírnis; Ásgeir
Ásgeirsson (1894–1972), þingmaður Framsóknarflokksins og síðar forseti Íslands;
Jón Sigurðsson (1886–1957), skrifstofustjóri Alþingis og þýðandi; Ólafur Lárusson
(1885–1961), prófessor í lögfræði; Kristján Albertsson (1897–1989), rithöfundur
og fyrrum ritstjóri Varðar sem varð síðar sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni; að
ógleymdum Páli Ísólfssyni (1893–1974) tónskáldi.
4 Dæmi um þessa túlkun má m.a. finna í doktorsritgerð Sigríðar Matthíasdóttur,
Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900-1930, Reykjavík: Há-
skólaútgáfan, 2004, bls. 124–5 og bls. 141. Segja má að þessi túlkunarleið hafi náð
merkjanlegri fótfestu á níunda áratug síðustu aldar. Í því tilliti má benda á rannsóknir
Árna Sigurjónssonar og Halldórs Guðmundssonar á félagslegu og menningarlegu
samhengi fyrstu verka Halldórs Laxness. Sjá: Árni Sigurjónsson, Laxness og þjóðlífið.
Bókmenntir og bókmenntakenningar á árunum milli stríða, Reykjavík: Vaka-Helgafell,
1986, bls. 55 og Halldór Guðmundsson, „Loksins, loksins.“ Vefarinn mikli og upphaf
íslenskra nútímabókmennta, Reykjavík: Mál og menning, 1987, bls. 61.
5 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur, bls. 127.
Jakob GuðmunduR RúnaRsson