Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 12
11
un sinni og breytni, sem gæti einungis endað í „eirðarleysi og þolleysi“.6
Ein birtingarmynd slíks marglyndis gat verið óeirð og útþrá og þegar
breytni einstaklingsins byggðist á fyrirhyggjulítilli sókn eftir „hillingum og
skýjaborgum“ var voðinn vís.
Sú áhersla sem hefur verið lögð á Ágúst sem fulltrúa tiltekinnar stéttar
eða þjóðfélagshóps, sem hafi séð hag sínum best borgið með því að sporna
gegn erlendum áhrifum og breiða yfir stéttaskiptingu þjóðarinnar hafa í
einhverjum skilningi magnað vægi þjóðernishyggju og íhaldssemi í verk-
um hans. Því er alls ekki að neita að þjóðernishyggja, íhaldssemi og hylling
hefðbundinnar sveitamenningar voru áberandi þættir í hugmyndafræði
íslenskra menntamanna á fyrri hluta 20. aldar og komu m.a. fram í textum
eftir Ágúst. Þar með er ekki sagt að þetta séu réttnefnd höfuðeinkenni
verka hans eða að þau geti ekki verið margræðari en svo.
Í þessu sambandi má m.a. benda á fyrirlesturinn „Þjóðarhagi og þjóð-
armein“ frá árinu 1905. Þar lagði Ágúst áherslu á að breytingar á búsetu-
mynstri væru eðlilegur hluti af sögulegri og félagslegri þróun sem þyrfti
að takast á við. Hið raunverulega þjóðarmein væri yfirburðir auðvaldsins
yfir fjöldanum og aukin fátækt.7 Lausnin var ekki fólgin í því að snúa aftur
til einangraðs og einsleits bændasamfélags eða að koma í veg fyrir breytt
búsetumynstur. Þéttbýlismyndun var ekki slæm í sjálfu sér en sú sam-
félagsgerð sem lagði ofuráherslu á iðnaðarframleiðslu, forræði auðmagns
og undirokun fjöldans gróf undan framtíðarmöguleikum landsins. Það
sem gera þurfti var að finna jafnvægi milli iðnaðar, hefðbundins land-
búnaðar og sjósóknar. Fyrirlesturinn ber þess vott að Ágúst tókst ekki á
við umrót nútímavæðingarinnar á forsendum ætlaðra afarkosta sveitar og
borgar eða afturhalds og nútímavæðingar, heldur sem verkefni sem yrði
að takast á við af skynsemi og með því að styðjast við reynslu og þekkingu
annarra þjóða.8
Að baki niðurstöðum margra þeirra fræðimanna sem hafa tekið verk
Ágústs til athugunar sem þátt í menningarorðræðu þriðja áratugarins má
6 Sjá: Ágúst H. Bjarnason, „Landið kallar“, Iðunn. Tímarit til skemtunar, nytsemdar
og fróðleiks, 3/1925, ritstj. Magnús Jónsson, bls. 193–202, bls.196–7; og: Sigurður
Nordal, Einlyndi og marglyndi. Hannesar Árnasonar fyrirlestrar í Reykjavík 1918-
1919, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1986, bls. 19–31.
7 Ágúst H. Bjarnason, „Þjóðarhagir og þjóðarmein“, Andvari, 1/1905, ritstj. ókunnur,
bls. 166–89, bls. 166–67.
8 Ágúst H. Bjarnason, „Þjóðarhagir og þjóðarmein“, bls. 184–9.
SKEMMTUN, FRÓÐLEIKUR OG NyTSEMD