Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Qupperneq 17
16
sumra þekktustu höfunda evrópskrar bókmenntasögu. Nægir þar að nefna
Goethe, Friedrich von Schiller, Leo Tolstoy og Ágúst Strindberg.26 Auk
þessa birti Ágúst tvær greinar um „Höfuðrit Henriks Ibsen“, gerði ferli
og verkum Georgs Brandes skil og fjallaði um kveðskap og hugmynda-
sögulega stöðu Dantes.
Hvað íslenskar bókmenntir snertir má sérstaklega benda á umfjöll-
un Ágústs um skáldferil og skáldskap þeirra Hannesar Hafstein (1861–
1922), Jóns Ólafssonar (tengdaföður Ágústs og samverkamanns við útgáfu
Iðunnar) og Stephans G. Stephanssonar (1853–1927).27 Auk þess gerði
hann leikritum Jóhanns Sigurjónssonar (1880–1919) nokkur skil á síðum
Iðunnar og minntist hans sérstaklega við fráfall hans.28
Það var þó ekki síst með fjölmörgum ritdómum og ritfregnum í
„Ritsjá“ Iðunnar sem Ágúst hafði markverð áhrif á bókmenntaumræðuna.
Þegar hefur verið drepið á lofsamlega dóma um skáldverk Einars Kvaran
en einnig má finna umfjöllun um verk fleiri vel þekktra höfunda á borð
við Huldu (1881–1946), Guðmund Hagalín (1898–1985) og Stefán frá
Hvítadal (1887–1933).29 Meðal höfunda sem eru ekki eins þekktir í dag en
áttu ekki síður upp á pallborðið hjá Ágústi má nefna þá Jakob Thorarensen
(1870–1937), „Skriftamál á Gamlárskvöld“ eftir Hermann Sudermann (1857–1928)
og „Jólin hans Vöggs litla“ eftir Abraham Viktor Rydberg (1828–1895).
26 Þessi verk eru: „Koss og kveðja“, „Vorspá“ og „Til unnustunnar“ eftir Johann
Wolfgang Goethe (1749–1832), „Hjúpmyndin í Sais“ eftir Friedrich von Schiller
(1759–1805), „Elías“ eftir Leo Tolstoj (1828–1910) og „Jól í Svíþjóð“ eftir Ágúst
Strindberg (1849–1912).
27 Allar þessar greinar birtust í öðrum árgangi Iðunnar. Sjá: Ágúst H. Bjarnason,
„Skáldið Jón Ólafsson“, Iðunn, 1.–2/1916–17, ritstj. Einar H. Kvaran og Ágúst H.
Bjarnason, bls. 82–100, Ágúst H. Bjarnason, „Skáldið Hannes Hafstein“, Iðunn,
1.–2./1916–17, ritstj. Einar H. Kvaran og Ágúst H. Bjarnason, bls. 258-72, og –
Ágúst H. Bjarnason „Skáldið Stephan G. Stephansson“, Iðunn, 1–2/1916–17, ritstj.
Einar H. Kvaran og Ágúst H. Bjarnason, bls. 356–78.
28 Sjá: Ágúst H. Bjarnason, „Lyga-Mörður. Leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson“, Iðunn,
4/1917–1918, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 317–22; og: Ágúst H. Bjarnason,
„Um Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar“, Iðunn, 4/1919–1920, ritstj. Ágúst H.
Bjarnason, bls. 251–61.
29 Sjá: Ágúst H. Bjarnason, Ágúst H. Bjarnason, „Hulda: Syngi, syngi, svanir mínir,
Rvk. Arnibj. Sveinbjarnarson, 1916“, Iðunn, 3/1916–117, ritstj. Einar H. Kvaran og
Ágúst H. Bjarnason, bls. 284; Ágúst H. Bjarnason, „Hulda: Tvær sögur. Rvík 1918.
Útg. Arinbjörn Sveinbjarnarson“, Iðunn, 3/1918–19), ritstj. Ágúst H. Bjarnason,
bls. 244; Ágúst H. Bjarnason, „Guðm. G. Hagalín: Blindsker. Seyðisfirði 1921“,
Iðunn, 3–4/1921–22, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 313 og Ágúst H. Bjarnason,
„Stefán frá Hvítadal: Söngvar förumannsins. Rvk. 1918“, Iðunn, 4/1918–19, ritstj.
Ágúst H. Bjarnason, bls. 325-8.
Jakob GuðmunduR RúnaRsson