Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 18
17
(1886–1972), Sigurð Heiðdal (1884–1974) og Axel Thorsteinsson (1902–
1979).30
Samtal við raunsæishöfunda
Það er sameiginlegt einkenni þeirra höfunda sem Ágúst tekur einna oftast
til umfjöllunar í „Ritsjá“ Iðunnar, á borð við þá Einar Kvaran, Guðmund
Friðjónsson (1869–1944) og Jón Trausta (1873–1918), að allir voru þeir
eldri en Ágúst og höfðu þá þegar getið sér góðan orðstír sem rithöfundar.
Rannsóknir bókmenntafræðinga hafa leitt í ljós að þessir tilteknu höfundar
hneigðust allir til „raunsæislegrar samfélagsrýni“ en eftir því sem aldurinn
færðist yfir einkenndust verk þeirra í ríkari mæli af trúarlegri og róm-
antískri lífsafstöðu.31 Þessa sömu spennu milli raunsæis og rómantíkur má
greina í höfundarverki Ágústs, þar sem jöfn áhersla er lögð á vísindalega
rannsókn hins ytri veruleika og persónulega upplifun og þroska. Í því ljósi
eru verk Schillers og Goethes engu ómerkari en rannsóknir Rutherfords
og Einsteins. Lýsing Matthíasar Viðars Sæmundssonar á þeim mannskiln-
ingi sem einkenndi verk þessara raunsæishöfunda er í fullu samræmi við
heimspekilega afstöðu Ágústs til sambands manns við tilveru sína, bæði í
líffræðilegum, menningarlegum og sögulegum skilningi. Samkvæmt grein-
ingu Matthíasar lögðu raunsæismennirnir áherslu á að maðurinn gæti:
30 Sjá: Ágúst H. Bjarnason, „Snæljós, Kvæði eftir Jakob Thorarensen, Rvík, Jóh.
Jóhannesson, 1914, 96. bls.“, Iðunn, 1/1915–16), ritstj. Einar H. Kvaran, Ágúst
H. Bjarnason og Jón Ólafsson, bls. 88–93; Ágúst H. Bjarnason, „Sprettir. Kvæði
eftir Jakob Thorarensen. Útg. Þorst. Gíslason. Rvk. 1919“, Iðunn, 4/1919–1920),
ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 311-3; Ágúst H. Bjarnason, „Sig. Heiðdal: Stiklur.
Bókaverzlun Ársæls Árnasonar. Rvík 1917“, Iðunn, 1–2/1917–18, ritstj. Ágúst H.
Bjarnason, bls. 153–56; Ágúst H. Bjarnason, „Sig. Heiðdal: Hræður I. Jón á Vatns-
enda. Útg.: Félagið »Hlynur«, Rvk. 1918“, Iðunn, 1–2/1918–19, ritstj. Ágúst H.
Bjarnason, bls. 154–55; Ágúst H. Bjarnason, „Sig. Heiðdal: Hræður II. Hildálf.
Útg.: Fél. »Hlynur«. Rvík 1919“, Iðunn, 1–2/1919–20, ritstj. Ágúst H. Bjarnason,
bls. 159; Ágúst H. Bjarnason, „Axel Thorsteinsson: Nýjir tímar. Bókaverzlun
Ársæls Árnasonar. Rvík 1917“, Iðunn, 3/1917–18, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls.
236–7; Ágúst H. Bjarnason, „Axel Thorsteinsson: Ljóð og sögur, Rvk. 1916, Guðm.
Gamalíelsson“, Iðunn, 3/1916–17, ritstj. Ágúst. H. Bjarnason, bls. 285; Ágúst H.
Bjarnason, „Axel Thorsteinsson: Sex sögur. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar,
Rvík 1917“, Iðunn, 3/1917-18, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 237–9.
31 Matthías Viðar Sæmundsson, „Sagnagerð frá þjóðhátíð til fullveldis“, Íslensk bók-
menntasaga III, ritstj. Halldór Guðmundsson, Reykjavík: Mál og menning, 1996,
bls. 767–882, bls. 831.
SKEMMTUN, FRÓÐLEIKUR OG NyTSEMD