Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 20
19
verk hans á þá leið að þéttbýlið væri bein ógn við lífshætti og velferð lands-
manna.35
Ef litið er nánar á umfjöllun Ágústs í Iðunni um verk Guðmundar
kemur m.a. í ljós að Ágúst setti fram nokkuð alvarlega gagnrýni á verk
hans. T.a.m. benti hann á að þrátt fyrir óumdeilt „lífsgildi“ margra þeirra
sagna sem birtust í Tólf sögum (1915) þá væri listrænu gildi sumra þeirra
ábótavant. Nefndi hann sérstaklega hversu sundurleitar að efni margar
þeirra væru og að í þeim gætti siðferðilegrar umvöndunar höfundar um
of. Bæði í þeirri umfjöllun og í greiningunni á smásagnasafninu Úr öllum
áttum (1919) benti Ágúst á að helstu kostir Guðmundar sem gerðu hann
að „miklu sagnaskáldi“ væru þróttmikið mál, góðar lýsingar á íslensku
sveitalífi, heilbrigðar skoðanir og „samúðarþel“ með því sem væri „heil-
brigt og ósvikið“.36 Best þótti honum þó Guðmundi takast upp í Tíu sögum
(1918) þar sem hann gleymdi „alveg sjálfum sér, sundurgerð sinni í máli,
ádeilufýsn og þrasgirni“.37 Eins og kom í ljós í gagnrýni Ágústs á Sólhvörf
(1921) þá réðst gildi bókmenntaverka að hans mati ekki af því hvort ein-
hverjar tilteknar „listreglur“ væru „brotnar eða ekki“ heldur hvort verkið
næði til „hjartanna“.38 Eitt af því sem vekur eftirtekt varðandi viðhorf
Ágústs til verka Guðmundar, sérstaklega í ljósi áherslu andstæðumódels-
ins á þá spennu sem megi greina milli nútímavæðingar samfélagsins og
íhaldssamrar bændamenningar, er gagnrýni Ágústs á þann sífellda „són“
um „kaupakonuleysið og kaupstaðalífið“ sem honum þótti orðinn helst til
hávær og þreytandi í verkum Guðmundar.39
„Tvennskonar menning“
Viðhorf Ágústs til skáldskapar Guðmundar skýrist nokkuð í ljósi bréfs
hans til Sigurðar Nordal í maí árið 1917. Þar varaði hann Sigurð við því að
lofa þá „hálfmenningu“ sem grasseraði á Íslandi og minnist í því sambandi
á kvæði sem Guðmundur hafði sent honum til birtingar í Iðunni. Kvæðið
35 Matthías Viðar Sæmundsson, „Sagnagerð frá þjóðhátíð til fullveldis“, bls. 833.
36 Ágúst H. Bjarnason, „Guðm. Friðjónsson: Tólf sögur“, Iðunn, 2/1915–16, ritstj. Ein-
ar H. Kvaran, Ágúst H. Bjarnason og Jón Ólafsson, bls. 195–8, bls. 198; Ágúst H.
Bjarnason, „Guðm. Friðjónsson: Úr öllum áttum. Átta sögur. Útg.: Sig. Kristjánsson,
Rvk. 1919“, Iðunn, 4/1919–20, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 315–6, bls. 315.
37 Ágúst H. Bjarnason, „Guðm. Friðjónsson: Tíu sögur. Rvík 1918. Útg. Sig Kr.“,
Iðunn, 3/1918–19, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 242–3, bls. 243.
38 Ágúst H. Bjarnason, „Guðm. Friðjónsson: Sólhvörf. Útg. Sig. Kr. – Rvk. 1921“,
Iðunn, 3–4/1921–22, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 309–12 bls. 312.
39 Ágúst H. Bjarnason, „Guðm. Friðjónsson: Úr öllum áttum. Átta sögur“, bls. 316.
SKEMMTUN, FRÓÐLEIKUR OG NyTSEMD