Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Page 23
22
ekki „lýst lífskjörum tvístraðra nútímamanna sem brotist höfðu undan
sjálfsmótunarkerfi kristins bændasamfélags og vissu hvorki upp né niður í
sjálfum sér“.46
Líta má á heimspekileg verk Ágústs sem tilraun til að móta „siðferði-
legan bakhjarl“ þess samfélags sem var í mótun á þessum árum og gæti um
leið stutt einlæga framfarahyggju á grundvelli nútímalegs mannskilnings
og vísindalegrar heimsmyndar. Það „sjálfsmótunarkerfi“ sem Ágúst kynnti
í verkum sínum var veraldlegt, vísindalegt og borgaralegt. Veraldlegt í
þeim skilningi að hann hafnaði forræði kirkjunnar yfir andlegri velferð
borgaranna, vísindalegt að því leyti að sú sjálfsmótun sem hann hvatti til
var grundvölluð á forsendum sálarfræðilegra rannsókna og heimspekilegr-
ar ígrundunar, og borgaraleg í þeim skilningi að hún tók mið af veruleika
vaxandi borgarastéttar í nútímavæddu samfélagi.
Það er einmitt frá sjónarhóli nútímalegs, sálfræðilegs mannskilnings sem
Ágúst gagnrýnir söguna „Hækkandi stjarna“ sem birtist í sagnasafni Jóns
Trausta, Góðum stofnum (1914). Þó að safnið í heild væri „ágætur sagna-
skáldskapur“ og t.a.m. „Veislan á Grund“ einkenndist af góðum mannlýs-
ingum þá var persónusköpuninni ábótavant að mati Ágústs, t.a.m. í tilfelli
persónunnar Vatnsfjarðar-Kristínar í „Hækkandi stjörnu“. Ástæðuna taldi
Ágúst vera þá að höfundinn skorti „nægilega sálarlega þekkingu“. Besta
sagan í safninu að mati Ágústs var hinsvegar „Söngva-Borga“ sem væri
bæði sönn og knúði lesandann til að trúa á „veruleika hennar“, og í heild
þá hefði Jón Trausti sýnt að hann hefði „einna mest til brunns að bera“ af
íslenskum sagnaskáldum.47
Umfjöllun Ágústs um Tvær gamlar sögur. Sýður á keipum – Krossinn helgi
(1916) og um Bessa gamla (1918) er að sama skapi gagnrýnin. Fyrra verk-
ið jafnast að hans mati ekki á við eldri sögur höfundarins og varar Ágúst
hann sérstaklega við því að hætta sér „inn í rökkurdimmu dulvísinnar“.48
Ádeila Jóns Trausta á „jafnaðarmennskuna“ í skáldsögunni Bessi gamli telur
Ágúst að missi marks í ljósi þeirra ranghugmynda sem einkenni skoðanir
aðalpersónunnar um „sósíalismann“ og bera þess vott að höfundurinn hafi
46 Sama heimild, bls. 878.
47 Ágúst H. Bjarnason, „Jón Trausti: Góðir stofnar (II–IV)“, Iðunn, 2/1915–16, ritstj.
Einar H. Kvaran, Ágúst H. Bjarnason og Jón Ólafsson, bls. 194–5.
48 Ágúst H. Bjarnason, „Jón Trausti: Tvær gamlar sögur. Sýður á keipum – Krossinn
helgi. Rvk., Þorst. Gíslason 1916“, Iðunn, 3/1916–17, ritstj. Ágúst H. Bjarnason,
bls. 284.
Jakob GuðmunduR RúnaRsson