Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Qupperneq 27
26
Þýskalandi sem fyrirmyndar.56 Að mati Ágústs var heimurinn að „smá-
sócíaliserast“ án „vilja og vitundar“ en með aðstoð „stóreignamannanna
sjálfra“.57 Ástæðan væri sú að:
[…] þjóðfélagslífið og þróun þess er eins og annað í heiminum, að
það lýtur ákveðnum lögum, sem ekki verður í móti mælt og engin
ráð eru til að sporna við. Því eru þeir menn hreint og beint heimsk-
ir, sem halda, að þeir, í stað þess að reyna að skilja, hvað fram fer
og haga sér eftir því, geti látið sér nægja að spyrna við broddunum,
spyrna við flóðbylgju framþróunarinnar.58
Bylting er því ekki skilyrði sósíalisma heldur verður að líta á hann sem stig
í hægfara sögulegri þróun sem rekja má allt frá iðnbyltingunni og undir-
okun „verkamannalýðsins“ sem urðu að „vinnuþrælum fáeinna stóreigna-
manna“ til framkomu hnattrænna stórfyrirtækja og yfirþjóðlegra „iðn-
aðar- og verslunarhringja“.59 Næsta skref hinnar sögulegu þróunar var ekki
fólgið í byltingu heldur í auknum afskiptum ríkisins af rekstri þessara fyr-
irtækja, fyrst og fremst með strangari lagaramma en jafnvel með þjóðnýt-
ingu. Ástæðan var sú að „þjóðfélaginu og yfirleitt mannkyninu“ var að svo
komnu máli hætta búin af starfsemi slíkra fyrirtæka, t.a.m. í ljósi ágangs
þeirra á náttúrulegar auðlindir og mögulegs okurs á lífsnauðsynjum.60
Stöðugt og sterkt ríkisvald á grundvelli þjóðríkisins er því forsenda þeirra
sósíalísku verkefna sem blöstu við nútímasamfélögum en ekki allsherj-
ar umbylting samfélagsgerðarinnar. Í því ljósi að sósíalisminn sé söguleg
nauðsyn ráðleggur Ágúst lesendum sínum að „búa sig undir komu hans“ í
staðinn fyrir að „fjargviðrast gegn einstökum kenningum hans“.61
Fyrirlestrar Ágústs um sósíalismann voru umdeildir og sættu m.a.
harðri gagnrýni á síðum Dagsbrúnar, blaðs jafnaðarmanna.62 Að einhverju
leyti má ætla að Ágúst hafi ekki viljað blanda sér um of í dægurþras stjórn-
málanna þó svo að hann hefði ákveðnar skoðanir á stjórnmálum, stjórn-
málakenningum og því sem mætti kalla „þjóðskipulagið“. Sem prófessor
56 Ágúst H. Bjarnason, „Er sócialisminn í aðsigi?“, Iðunn, 3/1918–19, ritstj. Ágúst H.
Bjarnason, bls. 220–37, bls. 236.
57 Sama heimild, bls. 220–21.
58 Sama heimild, bls. 221.
59 Sama heimild, bls. 221–23.
60 Sama heimild, bls. 224–26.
61 Sama heimild, bls. 237.
62 Dagsbrún 5. október 1918, bls. 95–96 og 2. nóvember 1918, bls. 103.
Jakob GuðmunduR RúnaRsson