Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2015, Síða 28
27
og opinber embættismaður varð hann umfram allt að gæta stöðu sinn-
ar og trúverðugleika. Bæði sem fræðimaður og sem kennari sem hafði
með höndum menntun tilvonandi embættismanna ríkisvaldsins. Í því ljósi
er skiljanlegt að umfjöllun Ágústs um þjóðfélagsmál einkennist frekar af
ákveðnum umvöndunartón þar sem hann getur í senn brugðið fyrir sig
íhaldssemi og framfarahyggju og gagnrýnt bæði ráðandi stéttir og viðtekn-
ar hugmyndir ekki síður en viðleitni róttækari afla til gagngerra breytinga,
jafnvel byltingar.
Þessar greinar um sósíalisma eiga það sammerkt að líta fyrst og fremst
til framtíðar íslenska þjóðríkisins, þ.e.a.s. hvaða aðgerðir séu nauðsyn-
legar í ljósi þeirra óumflýjanlegu sögulegu afla sem móti framtíðina. Það
sama má segja um fleiri greinar þar sem Ágúst bendir á þá möguleika og
tækifæri sem landsmönnum standa til boða og þau verkefni sem takast
verður á við.63 Þó svo að Ágúst hafi sérstaklega gert grein fyrir mikilvægi
fullveldistökunnar árið 1918 verður ekki sagt að skrif hans um landsmál
einkennist svo mjög af vilja til að efla með lesendum sínum samkennd á
grundvelli sameiginlegrar sögu, en vissulega má finna slíku stað í ýmsum
skrifum hans.64 Sjónarhornið var fyrst og fremst fram á við, og þá til þeirra
mála sem horfðu til framfara og jákvæðra umbreytinga samhliða og í
kjölfar nútímavæðingar bæði atvinnuhátta og samfélagsgerðar. Þjóðin og
þjóðríkið var grundvöllurinn en það sem sameinaði þjóðina var ekki bara
land, saga og menning heldur ekki síður sameiginleg framtíðarmarkmið
samfélagsins í heild.
Í þessu samhengi má benda á að í doktorsritgerð sinni, Nýtt fólk. Þjóðerni
og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901–1944, vakti Ragnheiður Kristjánsdóttir
athygli á sérstakri afstöðu Ágústs til stéttastjórnmála og sósíalismans, eins
og hún birtist í „Á socialisminn erindi til vor?“ Ágúst var fjarri því að vera
talsmaður jafnaðarmanna en í þessu erindi kom berlega í ljós að hann taldi
að sósíalismi gæti átt eftir að verða, og yrði líklega, mikilvægur þáttur í
hugmyndafræðilegu umhverfi landsins, þó svo að sá tími væri ekki upp-
63 Sjá: Ágúst H. Bjarnason, „Ný viðskiftaleið“, Iðunn, 1–2/1917–18, ritstj. Ágúst H.
Bjarnason, bls. 78–80. Ágúst H. Bjarnason, „Strandvarnir“, Iðunn, 1–2/1919–20,
ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 75–78 og „Ágúst H. Bjarnason, „Framtíðarlandið“,
Iðunn, 3/1916–17, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 239–43.
64 Um viðhorf Ágústs til fullveldistökunnar eins og þau birtust lesendum Iðunnar sjá:
Ágúst H. Bjarnason, „Forkólfar sambandslagagerðarinnar“, Iðunn, 4/1918–19,
ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 245–52; Ágúst H. Bjarnason, „Ísland fullvalda ríki“,
Iðunn, 3/1918–19, ritstj. Ágúst H. Bjarnason, bls. 183–92.
SKEMMTUN, FRÓÐLEIKUR OG NyTSEMD